Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 64
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR leysi og sundrungu sem helst fullkomlega í hendur við efniviðinn. Nýja skáldsaga Mikaels Saga af stúlku er af allt öðrum toga. Við fyrstu sýn virðist hér um mun agaðri og mér liggur við að segja „rólegri" texta að ræða (sem kannski er aðgengilegri fyrir bragðið). En þessi „rósemi" textans er blekking því þó að persónur sögunnar fari ekki þeim hamförum sem aðalpersónur Falsksfugls óneitanlega fara, er síður en svo hægt að segja að Saga af stúlku teljist til „hefðbundinna“ skáldsagna og í efhi hennar leynist sprengikraftur sem snertir eitt ágengasta umræðuefni samtímans í fræðum og listum: um- ræðuna um tilurð og merkingu kynsins og umræðuna um frávik frá hinni skyldubundnu gagnkynhneigð sem öll samfélagsgerð okkar hvílir á. Hvort það er tilviljun eða meðvituð ætlun höfundar, að taka þátt í þessari eldfimu orðræðu, skal ósagt látið enda skiptir það litlu máli. Það sem skiptir máli er að þetta er saga um (tilbúna) stúlku í örvæntingarfullri leit að sjálfsmynd og sjálfsskilningi; þetta er saga um kynmótun, mismun kynjanna og kyngervis- usla - og sem slík hittir hún laglega í mark og heimtar umfjöllun á forsend- um þeirra pælinga sem eru í sem mestri gerjun í menningarumræðunni í dag. Saga af stúlku staðfestir það sem feministar hafa hamrað á síðustu ára- tugi, að kynið skiptir máli, fyrir einstaklinginn og fýrir samfélagið í heild. Einstaklingsmótun, samfélagsnorm og speglanir Auður veit að pabbi hennar spyr nemendur sína alltaf í upphafi annar um eðli skrifborðsins. Hvenær er skrifborð skrifborð? Hvað er það sem einkennir hlutinn? (Saga af stúlku, bls. 11 )2 Tilvitnunin hér að ofan er ágætis upptaktur að umræðunni um eðli, annars vegar, og mótun, hins vegar, sem er undirliggjandi í öllum texta Sögu af stúlku. Þessi heimspekilega spurning sem pabbi Auðar leggur fýrir nemend- ur sína í upphafi hverrar annar hlýtur að eiga að spegla söguna af stúlkunni og við getum spurt (með höfundi, leyfi ég mér að segja): Hvenær er stúlka stúlka? Hvað er það sem einkennir kynið? Strax á eftir umræðunni um skrif- borðið kemur lýsing á rósóttri snyrtitösku sem Auður hefur fengið að gjöf frá stjúpmóður sinni, Dóru: „Dóra sagði Auði, þegar hún opnaði pakkann, að allar stúlkur þyrftu snyrtibuddu og sinn eigin spegil. Auður kreisti upp bros og þakkaði fýrir sig þrátt fyrir að hún kæri [svo] sig ekki um að horfa í spegil, hvað þá sinn eigin.“ (12) Dóra virðist telja að það sé „eðli“ allra stúlkna að vilja snyrta og spegla sig. Og þótt Auður „kæri sig ekki um að horfa í spegil, hvað þá sinn eigin“ kemur í ljós að hún hefur reyndar mikla þörf fýrir speglun, þ.e.a.s. óbeina speglun í öðrum persónum og hlutum, eins og vikið verður að. 62 www. mm. ís TMM 1999:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.