Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 62
SHIRLEY JACKSON
„Það er Tessie,“ sagði Summers með kæfðri röddu. „Sýndu okkur
miðann hennar, Bill.“
Bill Hutchinson fór til konu sinnar og tók miðann úr hendi hennar
með valdi. Á honum var svartur blettur, svarti bletturinn sem Sum-
mers hafði sett á hann kvöldið áður með dökka blýantinum á skrif-
stofu kolafýrirtækisins. Bill Hutchinson lyfti honum upp og kliður fór
um hópinn.
„Allt í lagi, gott fólk,“ sagði Summers. „Ljúkum þessu af.“
Þó að þorpsbúar hefðu gleymt helgisiðunum og týnt fýrsta svarta
kassanum þá kunnu þeir ennþá að nota steina. Steinarnir, sem strák-
arnir voru búnir að hrúga saman, voru tilbúnir; það voru steinar á
jörðinni innan um fjúkandi pappírssneplana úr kassanum. Frú
Delacroix valdi svo stóran stein að hún þurfti að taka hann upp með
báðum höndum og sneri sér að frú Dunbar. „Komdu,“ sagði hún,
„flýttu þér.“
Frú Dunbar var með litla steina í báðum höndum og sagði móð og
másandi: „Ég get ekki hlaupið. Þú verður að fara á undan og ég næ þér.“
Börnin voru búin að ná sér í steina og einhver rétti Davy litla
Hutchinson nokkrar steinvölur.
Tessie Hutchinson stóð nú á miðju opnu svæði og hún bar hend-
urnar örvæntingarfull fyrir sig þegar þorpsbúar komu nær henni.
„Þetta er ekki sanngjarnt,“ sagði hún. Steinn skall á höfðinu á henni.
Warner gamli sagði: „Áfram, áfram, allir.“ Steve Adams var fremst-
ur í hópi þorpsbúa með frú Graves sér við hlið.
„Þetta er ekki sanngjarnt, þetta er ekki rétt,“ æpti frú Hutchinson
um leið og þau réðust á hana.
Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir þýddi.
60
www.mm.is
TMM 1999:3