Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 66
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR
inn að holdgera hana í Þresti (sérstaklega þegar hafðar eru í huga fyrri hugs-
anir Auðar um „hinn eina rétta“ sem hún bíður).
Fleiri speglanir eiga sér stað í þessari sögu af stúlku í leit að sínu „sanna
sjálfi“. Auði taka að berast bréf sem sannarlega eru stíluð á hana en ekkert
kannast hún við sendandann, Ragnar, sem dvelur í útlöndum og sendir
henni óræða texta á kortum og í bréfum um nokkra hríð. Auður flettir upp í
þjóðskrá og finnur þar alnöfnu sína, Auði Ögn Arnardóttur, sem er nokkuð
eldri og býr í Þingholtunum (sjálf býr hún í Breiðholtinu), og ályktar að
henni hljóti bréfin að vera ætluð. Ekki kemur Auður þó bréfunum til nöfhu
sinnar, þvert á móti tileinkar hún sér innihald þeirra á sífellt öfgafyllri hátt,
því dularfullur texti þeirra talar til hennar (og ímyndunarafls hennar) á tím-
um öryggisleysis, þunglyndis og örvæntingar sem á rætur sínar að rekja til
þess „leyndarmáls“ sem Auður ber innra með sér (í fleiri en einum skiln-
ingi). Hún speglar sig í alnöfnu sinni, njósnar jafnvel um hana, og hún spegl-
ar sig í frænku sinni, Gullu, sem býr á Akureyri, sem Auður reynir að ná
sambandi við (í gegnum bréf): „Ég sem vil bara vera eðlileg eins og þú.“ (54)
En Auður Ögn speglar sig ekki bara í öðrum persónum og hlutum í um-
hverfinu heldur horfir hún einnig á sjálfa sig í spegli og slíkar sviðsetningar í
sögunni eru athyglisverðar:
Móða hefur myndast á speglinum. Auður þorir því að líta upp og
sér útlínur sínar í honum miðjum. Dettur í hug að þurrka hluta af
móðunni til að sjá betur en hættir við. Hún kærir sig ekki um að horfa
inn í stúlkuna sem ætti hvort eð er að vera ósýnileg. /... /
í gegnum móðuna sér Auður móta fyrir síðu hári sínu. Það liggur
niður axlirnar og er hreint eftir sturtu morgunsins. Auður fer alltaf í
sturtu. Kann ekki við að liggja nakin í baðkarinu og láta vatnið smjúga
inn um allar glufur líkamans. (16)
Auður lítur á svalahurðina. Sér spegilmynd sína í glerinu. Henni
bregður. Langir og tignarlegir leggir hvíla á stofuborðinu. Axlirnar
hanga og brjóstin eru ber innan undir bolnum. Það sést móta fýrir
stinnum geirvörtum.
Það er of kalt í íbúðinni, ákveður Auður og grípur um brjóstin með
grönnum höndunum. Stekkur á fætur og hraðar sér að hurðinni.
Neglir gardínu aftur og sest í sófann með teppi yfir sér. (46)
Þannig er sjálfsmynd Auðar Agnar sífellt miðlað í gegnum spegilmyndir sem
hún óttast og vill helst ekki sjá, nema þá í gegnum móðu. Mynd persónunnar
er síðan miðlað til lesandans á ýmsan annan máta. Við sjáum Auði ekki að-
eins í gegnum þessar sjálfsspeglandi (felu)myndir heldur einnig í gegnum
augu annarra persóna sögunnar sem t.a.m. er miðlað í gegnum viðtöl sem
64
www.mm.is
TMM 1999:3