Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 18
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR orðræðan hefur á hugsun manns og losna þannig undan ákveðnu valdi. Frelsið verður þó aldrei algjört því að það „tæki“ sem við notum til að losna undan orðræðunni er orðræðan sjálf.6 Þetta „vandamál“ þurfa allir fræði- menn er byggja leit að sannleika inn í ff æðigreinar sínar að fást við. Þeir leita allra leiða til að sjá í gegnum orðræðuna og finna þannig sannleika sem stendur utan orðræðunnar sjálfrar. Með því að afhjúpa orðræðu nútímans eru þeir jafnframt að afhjúpa þá menningu sem einkennist af póstmódern- isma, en um leið eru þeir að bregðast við því ástandi sem kallað er póst- módernismi og mega því með réttu kallast póstmódernistar. Hlutverk þeirra er ekki ósvipað því sem Cervantes tók að sér fyrir meira en þrjú hundruð árum þegar hann reyndi að koma mönnum í skilning um þá tilvistarblindu sem þeir væru slegnir. í þessum hópi póstmódernista eru afbyggjendur á borð við Héléne Cixous og Jacques Derrida en jafhframt einsöguffæðingar sem byggja aðferðaffæði sína á þeirri von að unnt sé að varpa ljósi á fortíðar- veruleikann með því að læra á ólík orðræðukerfi.7 Átök ólíkra orðrœðuhefða Einsagan snýst um að greina orðræðukerfi í samfélögum fortíðarinnar og sýna fram á hvernig ólík orðræðukerfi geta lifað góðu lífi innan sama sam- félags og hvernig og að hve miklu leyti þau móta hegðun og hugsun einstaklingsins.8 Kjarni þeirrar aðferðafræði sem einsagan byggir á er sú hugmynd að einstaklingurinn geti ekki skilið sjálfan sig nema út frá stærri heild; við mótun sjálfsmyndar sinnar tengi einstaklingurinn sig við ákveðna hópa í samfélaginu og skilgreini stöðu sína innan þessara hópa. Þar sem ein- staklingurinn getur ekki skilgreint sjálfan sig nema innan orðræðunnar hlýtur sjálfsmynd hans og þar með tjáning að bera orðræðunni vitni. Tján- ing einstaklingsins á eigin upplifunum varpar ætíð ljósi á orðræðukerfi og menningu ákveðins samfélags. Ef til vill kemur persónuleiki einstaklingsins helst fram í því hvernig hann tvinnar saman ólíkar orðræður og myndar sér sjálfsmynd út frá þeim skilningi sem hann leggur í þann samtvinning. Því held ég því fram að frelsi einstaklingsins felist í vitund hans sjálfs; það er að segja í meðvitund um eigið óffelsi. Lífi sínu hagar einstaklingurinn út frá því hvernig hann skilgreinir stöðu sína, möguleika og takmarkanir í samfélag- inu. Verk Carlo Ginzburgs, Osturinn og ormarnir: Heimsmynd 16. aldar mal- ara (II formaggio e i vermi: II cosmo di un mugnaio del’500), kom út á Ítalíu árið 1976.9 Þar sem aðferðafræði einsögunnar verður aldrei að fullu skil- greind verða aldrei færð óyggjandi rök fýrir því að umrætt rit sé fyrsta ein- sögurannsóknin. Það er þó mat margra að svo sé.10 Að minnsta kosti er 16 www.mm.is TMM 1999:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.