Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 11
TÖFRAR HINS ÓVÆNTA inn hestasveinn dirfast að tala þannig við húsbónda sinn. Að sjálfsögðu ekki: vinátta Sansjós er hluti af þeirri nýju prósafegurð sem Cervantes uppgötvaði: „smábarn gæti talið honum trú um að það sé nótt um hábjartan dag: vegna þessarar einfeldniþykir mérjafn væntum hann ogmitteigið lífogégferekkifrá honum, sama uppá hverju hann tekur“, segir Sansjó. (Trim hjá Laurence Sterne eða Jakob forlagasinni hjá Diderot tala um húsbændur sína í sama dúr.) Dauði Don Kíkóta er því átakanlegri sem hann er prósaískari: laus við alla tilfmningasemi. Hann hefur lokið við að ganga frá erfðaskránni og liggur síðan banaleguna í þrjá daga, umkringdur fólki sem þykir innilega vænt um hann; en „það aftrar ekki frænkunni frá því að borða, ráðskonunni frá því að drekka ogSansjófrá því að vera ígóðu skapi. Þvíþað að eiga von á arfi þurrkar út eða slær á sorg mannsins vegna hins látna.“ Víða í skáldsögunni telur Cervantes upp fjölmargar riddarasögur. Hann nefnir ævinlega titlana en aldrei höfundana. Virðingin íyrir höfundinum og siðferðislegum rétti hans var ekki langt á veg komin á þessum tíma. En þegar hann kemst að því að annar rithöfundur hafi eignað sér persónur hans bregst hann við á sama hátt og nútímahöfundur myndi bregðast við: sem reiður og stoltur skapari: „Don Kíkóti fæddist fyrir mig og égfyrir hann. Hann fram- kvæmdi, ég skrifaði. Ég og hann erum eitt og hið sama ...“ Þarna eru komin frumeinkenni skáldsagnapersónu: hún er einstakt og óviðjafnanlegt sköp- unarverk, óaðskiljanlegur hluti af frumlegri hugsun eins einasta höfundar. Enginn gat hugsað sér Don Kíkóta fyrr en hann hafði verið skrifaður; hann var hið óvænta sjálft; og þaðan í frá var ekki hægt að hugsa sér mikla skáld- sagnapersónu (eða mikla skáldsögu) án töfra hins óvænta. Don Kíkóti útskýrir fyrir Sansjó að Hómer og Virgill hafi ekki lýst persón- unum „eins ogþær voru, heldur eins ogþær áttu að vera þannig að þær gætu orðið komandi kynslóðum siðferðileg fyrirmynd.“ Sjálfur er Don Kíkóti hins vegar allt annað en fýrirmynd. Skáldsagnapersónur ætlast ekki til þess að fólk dáist að þeim af siðferðisástæðum. Þær ætlast til að fólk skilji þær, sem er allt annað mál. Hetjur söguljóðanna sigra, og halda reisn sinni allt til hinstu stundar, jafnvel þótt þær bíði lægri hlut. Don Kíkóti bíður ósigur. En það er ekki nokkur einasta reisn yfir því. Þannig liggur þetta ljóst fyrir alveg frá upp- hafí: líf mannsins er ósigur. Það eina sem við getum gert gagnvart þeim óumflýjanlega ósigri sem við nefnum líf er að reyna að skilja hann. Þetta er það sem réttlætir tilveru listar skáldsögunnar. Friðrik Rafnsson þýddi. Grein þessi birtist sem formáli að útgáfu á Don Kíkóta eftir Cervantes í heimsbókmenntaröð Oxford UniversityPress, World’sClassics, íjúlí 1999. TMM 1999:3 www.mm.is 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.