Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 73
HVENÆR ER STÚLKA STÚLKA? ar grundvallast á og er hennar leyndarmál og skuggi, eins og fram er komið, jafhfr amt því að vera skýring á hræðslu hennar við spegla sem um leið er áköf þrá hennar eftir speglun; þörfin fyrir samsömun. Segja má að Ragnar sé síðasta „spegilmyndin“ sem Auður speglar sig í: Ætli þessi Ragnar sé ekki bara að skrifa til mín. Stundum óska ég þess einmitt. Að ég og hann séum dæmd til að vera saman. Og þá er mér alveg sama hver hann er eða hvernig hann lítur úr. Mér er sama þó að hann bori í nefið, reyki, drekki, eigi eftir að berja mig í spað, nauðga mér eða jafnvel myrða mig. Slíkt skiptir mig engu máli. Ég held bara að hann geti verið sá eini sem sé það afbrigði- legur að hann skilji mig. Þá skiptir engu hvort ég verði hamingjusöm eða ekki. Við erum dæmd til að vera saman. Allt annað er málinu óviðkomandi. (54-55) Það er óhugnanleg hugarmynd sem þarna er dregin upp af hinum útvalda elskhuga Auðar. Og þegar hún hittir hann kemur í ljós að óhugnaðurinn á við þó nokkur rök að styðjast. Ragnar reynist vera vanskapaður, sóðalegur karlmaður um þrítugt. Andlit hans er rauðflekkótt, augun „risastór uglu- augu, skærgræn á lit“ og hann er með litla kryppu á bakinu (148-149). Auð- ur fyllist viðbjóði, en hún hefur tekið ákvörðun sem hún ætlar að fylgja: „Hún veit hvað hún vill þó líkaminn sitji á sér. Aldrei þessu vant er það hug- urinn sem vill framkvæmdir en ekki líkaminn. Auður segir við sjálfa sig að það sé nú eða aldrei og skipar líkamanum að standa sig.“ (149-150) Auður skipar Ragnari að „ríða sér“. Honum er nokkuð brugðið en hlýðir þó og samförum þeirra er lýst á ofbeldisfullan hátt og þeim lýkur með því að Auður kastar upp. Þannig „afmeyjast" þessi tilbúna stúlka og sú spurning leitar á hvort sú ofbeldisfulla aðgerð sé um leið innvígsla hennar inn í (kven)kynið og hinn gagnkynhneigða heim. Því er látið ósvarað í bókinni, en þó fáum við að vita að Auði vegnar ágætlega eftir að hún flytur með föður sínum og systkinum til Englands stuttu síðar. Unglingabók? Vinkona mín sem fór í bókabúð eina í Reykjavík í þeim tilgangi að kaupa Sögu afstúlku leitaði lengi árangurslaust í þeim hillum sem geymdu íslenskar skáldsögur áður en hún sneri sér til afgreiðslumanns og spurði um bókina. Henni var vísað í barna- og unglingabókadeildina þar sem bókin reyndist geymd með nýlegum unglingabókum. Hvernig stendur á slíkri flokkun á þessari skáldsögu?8 Af því sem hér hefur verið sagt hlýtur að vera ljóst að slík flokkun er vægast sagt villandi. Hér er alls ekki verið að segja að Saga afstúlku TMM 1999:3 www.mm.is 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.