Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 83
DÁNl MAÐURINN sem skilur bananaekruna frá veginum. Hann veit það nákvæmlega, vegna þess að þegar hann lagði girðinguna mældi hann þetta sjálfur. Hvað er þá að? Er núna ekki hvert annað venjulegt hádegi á íjallinu hans, býlinu hans, gisnu bananaekrunni hans í Misiones? Vitaskuld! Lágvaxið gras, maurabú, þögn, sólarlogi... Ekkert, ekkert hefur breyst. Aðeins hann er öðruvísi. Fyrir tveimur mínútum hætti bæði tilvera hans og hann að eiga skylt við bújörðina sem hann hafði unnið við að rækta sjálfur með jarðhögginu í fimm mánuði samfleytt eða bananaekruna sem hann ræktaði með eigin höndum; og hann á ekki heldur skylt við þölskyldu sína. Honum hafði auðvitað verið rykkt burt úr tilverunni vegna einhvers sleips barkar og sveðjunnar í kviðnum. Fyrir tveimur mínútum: hann er að deyja. Örþreytti maðurinn sem liggur á hægri hlið á grasinu þrjóskast stöðugt við að viðurkenna þessa kynlegu niðurstöðu miðað við hvað allt sem hann horfir á er ósköp hversdagslegt og tómlegt. Honum er vel kunnugt um hvað klukkan er: hálf tólf... Drengurinn fór yfir brúna eins og á hverjum degi. En það getur ekki verið að honum hafi skrikað fótur...! Hann ríg- hélt um sveðjuskaftið (bráðum verður hann að fá nýtt; þetta er orðið slitið) í vinstri hendi milli strengja gaddavírsins. Hann kann ósköp vel að halda á fjallasveðju eftir tíu ára skógarhögg. Hann er bara örþreyttur eftir morgunverkin og hvílir sig andartak að venju. Hvaða sönnun hefur hann?... Til að rækta upp jörðina sáði hann þessu melgrasi sjálfur, í meters fjarlægð hvert frá öðru, og núna rekast stráin upp í munnvikin á honum! Hann á þessa bananarækt; og það er truntan hans sem fnæsir varfærin á gaddana í vírnum! Hann sér hest- inn greinilega og veit að hann þorir ekki að sneiða fyrir hornið á girð- ingunni, af því hann liggur rétt hjá staurnum. Hesturinn er fyrir augunum á honum og hann sér dökka svitatauma sem leka frá stertól- inni. Sólin er brennheit og það er þrúgandi kyrrð, enda bærist engin angalía úr basti á bananatrjánum. Þetta sama hefur hann séð á hverj- um degi eins og þessum. ... Örþreyttur, hann langar bara að hvílast. Það hljóta að vera liðnar margar mínútur... og þegar klukkuna vantar korter í tólf koma eigin- konan og báðir drengirnir ofan frá húsinu með rauða þakinu að TMM 1999:3 w w w. m m. ís 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.