Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 59
HLUTAVELTAN
„Áfram með þig, Bill,“ sagði frú Hutchinson og fólkið næst henni
hló.
„Jones.“
„Sagt er að þeir séu að tala um að leggja hlutaveltuna niður í þorp-
inu íyrir norðan,“ sagði Adams við Warner gamla sem stóð við hliðina
á honum.
Það hnussaði í Warner gamla. „Samansafn af vitleysingum,“ sagði
hann. „Þegar maður hlustar á unga fólkið þá virðist ekkert nógu gott
fyrir það. Áður en maður veit af vill það fara að búa aftur í hellum, eng-
inn vill vinna framar, og búa þannig um hríð. Einu sinni var til orðatil-
tækið „Hlutavelta í júní,korn vexbetur í túni.“ Sannaðu til, við færum
öll að borða arfakássu og hnetur. Það hefur alltaf verið hlutavelta,“
bætti hann við snúðugt. „Það er nógu slæmt að sjá þennan unga Joe
Summers gera að gamni sínu við alla.“
„Sumir staðir eru þegar hættir að halda hlutaveltur,“ sagði ffú Adams.
„Það bakar bara vandræði,“ sagði Warner gamli óhagganlegur.
„Samansafn af ungum fíflum.“
„Martin.“ Og Bobby Martin horfði á föður sinn ganga fram. „Over-
dyke ... Percy.“
„Ég vildi að þeir flýttu sér,“ sagði frú Dunbar við elsta son sinn. „Ég
vildi að þeir flýttu sér.“
„Þeir eru næstum því búnir,“ sagði sonur hennar.
„Vertu tilbúinn að hlaupa og láta pabba vita,“ sagði frú Dunbar.
Summers kallaði nafnið sitt og steig síðan vandlega fram og valdi
miða úr kassanum. Þá kallaði hann: „Warner.“
„Sjötugasta og sjöunda árið sem ég er með í hlutaveltunni,“ sagði
Warner gamli um leið og hann gekk í gegnum hópinn. „Sjötugasta og
sjöunda skipti.“
„Watson.“ Hávaxni pilturinn kom vandræðalega gegnum hópinn.
Einhver sagði: „Vertu ekki hræddur, Jack,“ og Summers sagði: „Ekkert
liggur á, drengur minn.“
„Zanini.“
Að þessu loknu var löng þögn, dauðaþögn, þar til Summers, sem hélt
pappírsmiðanum sínum á lofti, sagði: „Allt í lagi piltar.“ Eitt andartak
hreyfði enginn sig en svo voru allir pappírsmiðarnir opnaðir. Allt í
TMM 1999:3
www.mm.is
57