Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 38
KRISTÍN VIÐARSDÚTTIR prýddi ljósmynd af Vitu kápuna á fyrstu útgáfu bókarinnar. Bókin á þannig að vissu marki rætur að rekja til persónu og lífs Sackville-West en engu að síður er Orlando fyrst og fremst nokkurs konar söguleg fantasía þar sem saga Orlando er rakin í fjórar aldir, fyrst sem karlmanns og síðan sem konu. Þótt tengslin við Sackville-West geti vakið forvitni um ævi þessarar sérstöku konu og samband hennar við Woolf skipta þau ekki sköpum fyrir lesanda bókarinnar því textinn stendur fullkomlega fyrir sínu án vitneskju hans um þessi tengsl.3 Þau styrkja hins vegar pólitískar vísanir textans því vegna kyn- ferðis síns stóð Vita frammi fyrir mörgum hindrunum sambærilegum þeim sem Orlando tekst á við í sínu lífi og geta ef til vill virst vera „hreinn" skáld- skapur fyrir lesanda bókarinnar í dag. í upphafi bókar er Orlando unglingspiltur á landareign föður síns. Hann fer síðan til hirðar Elísabetar drottningar sem tekur ástfóstri við hann og veitir honum góðar stöður og brautargengi, verður ástfanginn af rússneskri prinsessu sem síðar svíkur hann, og fer loks sem sendiherra til Konstant- ínópel þar sem hann verður fyrir þeirri stórkostlegu umbreytingu að vakna einn daginn sem kona eft ir sjö daga svefn. Eft ir þessa endurfæðingu segir Or- lando skilið við opinbera stöðu sína (í mörgum skilningi) og dvelur með sígaunum þar til hún snýr aftur til Englands og kemst þá að því að hún á sér varla nokkra lagalega tilveru. Dómsmál fer í gang til að skera úr um tilvist hennar, kyn og erfðarétt og á meðan heldur tíminn áfram að líða án þess að Orlando eldist að nokkru marki. Hún klæðist ýmist sem kona eða karl og tekst þannig að halda nokkru ffelsi og getur meðal annars ferðast ein og ótrufluð og notið ásta kvenna jafnt sem karla. Orlando er lengst framan af ein(n) og óbundin(n) ef frá eru taldar óljósar sögusagnir um hjónaband hans og sígaunakonu, en beygir sig loks undir kröfu Viktoríutímans og finnur sér eiginmann og eignast síðar með honum son. Woolf lýsir þessu tímabili í sögu Bretlands á mjög myndrænan hátt og verða aldaskilin í textanum skörpust við upphaf 19. aldar, skömmu áður en Viktoría tekur við völdum. Hjónaband Orlando er þó fyrst og fremst nauð- syn, þar sem hún hefur mun meiri áhuga á að ná sér í elskhuga en eiginmann, og í samræmi við það er eiginmaðurinn að mestu fjarverandi við siglingar og síendurtekinn sjávarháska við Hornhöfða. Með hjónabandinu tekst Or- lando að vissu marki að leika á samfélagslegar kröfur tímans enda er hún sjálf ekki alveg viss um að hafa uppfyllt þær og veltir því fyrir sér hvort hjóna- band hennar sé í raun gott og gilt: She was married, true; but if one’s husband was always sailing round Cape Horn, was it marriage? If one liked him, was it marriage? If one 36 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.