Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 9
TÖFRAR HINS ÚVÆNTA
Sansjó mjög náið! Þetta gerist nokkrum blaðsíðum fyrir bókarlok; síðasta sönn-
un þess hvað allt er óvíst: þarna standa persónurnar eins og illa gerðir hlutir,
augliti til auglitis við draugana af sjálfum sér, eigin tvífara, klónin af sjálfum sér.
Það er nefnilega ekkert víst í heimi hér: ekki hverjar persónurnar eru, ekki
einu sinni hverjir hlutirnir eru, sem ætti þó að liggja í augum uppi. Don
Kíkóti hirti rakskál af rakara vegna þess að hann hélt að hún væri hjálmur.
Síðar rekst rakarinn fyrir hreina tilviljun inn á krá þar sem Don Kíkóti er
staddur ásamt fleira fólki, hann kemur auga á skálina og vill fá hana til baka.
En Don Kíkóti verður stórhneykslaður og þvertekur fyrir að hjálmurinn
hans sé rakskál. Þannig snýst vera einfalds hlutar skyndilega upp í spurningu.
Hvernig er annars hægt að sanna að rakskál sem sett er á höfuðið á manni sé
ekki hjálmur? Glaðhlakkalegir kráargestirnir hafa stórgaman af þessu og
fmna einu raunhæfu leiðina til að fá botn í þetta mál: efna til leynilegrar at-
kvæðagreiðslu. Allir viðstaddir taka þátt í henni og niðurstaðan er afdráttar-
laus: hluturinn er hjálmur. Stórkostlegur verufræðilegur brandari! Mér er
sagt að fyrsta skoðanakönnunin í Frakklandi hafi verið gerð árið 1938,
skömmu eftir Miinchenarsáttmálann. Yfirgnæfandi meirihluti Frakka kvað
þá upp mjög svo lýðræðislegan dóm og samþykkti að þessi ógleymanlega
uppgjöf fýrir Hitler hafi verið rétt gjörð og til eftirbreytni. Lesendur
Cervantesar láta ekki blekkjast: allar atkvæðagreiðslur og allar skoðana-
kannanir eiga sér fyrirmynd í hinni hefðbundnu atkvæðagreiðslu sem forð-
um fór fram á kránni sem Cervantes lýsti.
Fyndnin og hláturinn hafa verið hluti af mannlífmu frá ómunatíð; í þess-
ari bók berast hlátrasköllin beint úr gamanleikjum miðalda: það er hlegið að
riddaranum sem gengur um með rakaraskálina á höfðinu eins og hjálm, og
að skjaldsveini hans sem er hýddur. En auk þessarar tegundar fýndni, sem er
oft nokkuð klisjukennd og grimmileg, rís upp úr skáldsögunni allt annars
konar og mun fágaðri fyndni. Elskulegur aðalsmaður úr sveit býður Don
Kíkóta heim til sín þar sem hann býr ásamt ljóðskáldinu syni sínum. Sonur-
inn, sem er skarpskyggnari en faðir hans, áttar sig undireins á því að gestur-
inn er brjálaður. Síðan biður Don Kíkóti unga manninn að fara með ljóð eftir
sjálfan sig; ungi maðurinn er tregur til en lætur loks undan og Don Kíkóti
lýkur lofsorði á hæfileika hans; sonurinn veðrast allur upp og steingleymir
samstundis að gesturinn sé brjálaður. Hvor þeirra er þá brjálaðri, brjálæð-
ingurinn sem hælir þeim skarpskyggna í hástert eða sá skarpskyggni sem
tekur mark á hóli brjálæðingsins? Þar með erum við komin inn á svið annars
konar fyndni, sem er fágaðri og óendanlega dýrmætari en sú fyrrnefnda, og
við köllum kímni. Við hlæjum ekki vegna þess að einhver er gerður að fífli,
hafður að háði og spotti, eða jafnvel niðurlægður, heldur vegna þess að
skyndilega er heimurinn afhjúpaður í tvíræðni sinni, merking alls verður
TMM 1999:3
www.mm.is
7