Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 119
RITDÓMAR valdamannanna fyrir augum svona ár eftir ár- að segja sögu sína. En lesandinn kemst fljótt að því að vofan hefur ekki setið auðum höndum þau tvö hundruð ár sem hún hefur dúsað í eilífðinni, síður en svo. Hún hefur fylgst vel með öllu, og þó einkum og sér í lagi verið tíðsetin við lestur á Landsbókasafninu gamla við Hverfisgötu, eins og skýrt er tekið fram í frásögninni (bls. 11), kannske til að bæta sér það upp að í jarðvistinni höguðu at- vikin því svo að Svartur Pétursson komst ekki til náms í Skálholtsskóla, þótt það stæði reyndar til. Á þennan hátt hefur hún greinilega kapplesið fjölmargt sem snertir 18. öldina, ekki aðeins verk síðari tíma sagnfræðinga heldur og líka ýmsar frumheimildir, sem hafa verið gefnar út á þessari öld, og jafnvel óprentuð skjöl. Þannig getur hún t.d. vitnað í lýsingu Jarðabókar Árna og Páls á fæðingarbæ sínum (bls. 7) og færslur um fjölskyld- unaíkirkjubóksóknarinnar (bls. 12). En við fleira hefur vofan setið. Eitthvað hlýtur hún t.d. að hafa gluggað í kjarneðlisfræði í svartnættinu í Lands- bókasafninu, því þannig er útlendum sjómönnum, Flöndrurum og frönskum hvalföngurum, lýst: „Þetta voru, þegar að er gáð, bara menn einsog við, en samt var einsog þeir væru gerðir af einhverju andefni og kæmu utan úr geimnum“ (bls. 40). Að öðru verður vikið síðar, en eitt gleggsta dæmið um þessar stúdering- ar post mortem er þó að vofan hefúr með öllu aflagt málfar 18. aldarinnar, nema einna helst í orðréttum tilvitnunum, og beitir þess í stað nútímamáli af hinni mestu innlifun: „Ég vissi ekkert, hvað ég ætti að gera, var ekki með neina hernað- aráætlun, náði samt augnsambandi við Ljót og það var mér strax mikils virði“ (bls. 173), eða: „hann veinaði eins og hann væri í losti og tennurnar glömruðu svo í munni hans að það mátti undur heita að þær skyldu ekki brotna“ (bls. 217). Atburðum fortíðarinnar er lýst með samlíkingum og myndhvörfum af svipuðu tagi: „(hann) andaði á mig lykt einsog upp úr opinni fjöldagröf1 (bls. 73), „ég vaknaði í fríu falli í káetunni" (bls. 216). Vofa Svarts Péturssonar hefur verið svo næm á það hvernig tímarnir breytast, að það er með ólíkindum. Fyrir bragðið er sagan sögð úr sjónar- horni sem er einstakt. Höfundar sögu- legra skáldsagna segja sögur manna sem lifðu á fyrri tímum og sáu umheiminn með augum síns tíma, og koma svo kannske stundum ffam í eigin persónu (leynt eða ljóst) og líta yfir atburðina frá sínu eigin sjónarmiði. Hitt er svo mun sjaldgæfara, og gerist naumast nema í kynjasögum um tímaferðalög, að ein og sama persónan sé í aðstöðu til að bera saman með eigin augum einhver þau fyr- irbæri sem margar aldir skilja að. Við vit- um heilmikið um Rómaborg hina fornu og til eru lýsingar samtímamanna á ýms- um hliðum mannlífsins þar, en það er ógerningur að bera saman borgarbraginn í Róm á tímum Sesars og borgarbraginn í einhverri stórborg Evrópu nú á dögum, því enginn athugandi hefur að sjálfsögðu séð hvort tveggja og skoðað það með sömu viðmiðun og sömu spurningar í huga. Þannig er hægt að leggja fram margar spurningar sem sagnfræðingar eiga erfitt með að svara, en skáldsagna- höfundar gætu hins vegar spreytt sig við, a.m.k. samkvæmt kenningum þeirra fræðimanna sem líta á „raunverulegar sögulegar skáldsögur“ sem fullboðlegan anga út úr sagnfræði. Og nú vill svo til að vofa Svarts Péturssonar er einmitt í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að hafa yfirsýn yfir tímana tvenna með tveggja alda bili á milli. Á margt er að líta, en eft ir lesturinn í Landsbókasafninu gamla er vofunni þó eitt efst í huga, og það er munurinn á raunveruleika 18. aldarinnar eins og sam- tímamenn sáu hann, þ.á.m. Svartur Pét- TMM 1999:3 www.mm.is 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.