Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 91
LEIKHÚSIÐ OG LÍEIÐ
Og það er langt bil sem skilur að mann og hljóðfæri, milli leikara sem
þarf ekkert að láta frá sér nema ákveðinn fjölda andvarpa og þess sem
þarf að segja eitthvað og nota til þess eigin sannfæringarkraft.17
Þannig má segja að hann geri meiri kröfur til leikarans en áður var gert en
aðalmunurinn liggur þó í aukinni innlifun leikarans í eigin tilfmningaheim
sem hann á að skila til áhorfandans með því sem hann gerir á sviðinu. Hann
fjallar um þessa líkamlegu tjáningarleið í kaflanum „Áhrifarík þjálfun“ í
Leikhúsinu og tvífaraþessog líkir leikurum þar við íþróttamenn sem þurfi að
þjálfa líkama sinn til þess að hann nýtist á sviði:
Það sem er í húfi er að ljúka þessari trylltu fáfræði sem býr í kjarna
allra leikhúshreyfmga sem til eru í dag, þokukenndra og síhikstandi.
Hæfileikaríkur leikari veit hvernig á að slá á og magna ákveðna krafta.
En hann yrði hissa ef einhver segði honum að þessir kraftar sem fara
sína eigin áþreifanlegu ferð ígegnum skilningarvitin séu til, því hann
hafði ekki gert sér grein fyrir því að þeir gætu í raun og veru verið til.
Til þess að nota tilfinningar sínar eins og boxari notar vöðva sína,
verður hann að skynja mannveruna sem Tvífara [. . .] sem eilífan
draug sem geislar af áhrifamætti sínum.18
Þannig er ljóst að Artaud leggur mun meiri áherslu á líkama leikarans en
áður hafði verið gert en sú áhersla átti síðan eftir að koma upp seinna í sögu
leiklistarinnar.
Leikmunir í leikhúsi Artauds skiptu gríðarlegu máli. Þeir vor u óraunveru-
legir, litríkir og áttu að höfða til skynfæranna:
Brúður, risastórar grímur, sviðsmunir í óvenjulegum stærðarhlutföll-
um hafa sama vægi og hið talaða mál og leggja áherslu á áþreifanlegan
þátt alls myndmáls og tjáningar - niðurstaðan á að vera sú að allir
munir sem krefjast hefðbundinnar áþreifanlegrar framsetningar
verði látnir eiga sig eða dulbúnir.19
Hér gætir nokkuð áhrifa frá austrænni leikhúshefð en árið 1921 sá Artaud
danssýningu frá Balí, þar sem hann varð vitni að notkun sviðs, búninga og
sviðsmuna sem skapaði sérstaka merkingu innan ramma sýningarinnar án
þess að hann skildi það sem sagt var. I Leikhúsinu og tvífara þess lýsir Artaud
hrifningu sinni á þessum tveim sýningum:
Þetta endalausa samspil, færslur frá litum til hreyfmga, frá hrópum til
hreyfinga, leiðir okkur um grófa stíga sem eru huganum erfiðir, sting-
ur okkur inn í þetta óöryggi, þetta ólýsanlega spennuástand sem líkist
helst ljóðlist.20
TMM 1999:3
w ww. m m. ís
89