Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 61
HLUTAVELTAN lágt og hún gat. „Ég meina það, það var ekki sanngjarnt. Þú gafst hon- um ekki nógan tíma til að velja. Allir sáu það.“ Graves hafði valið miðana fimm og látið þá í kassann og hann lét alla hina miðana falla á jörðina þar sem golan greip þá og feykti þeim burt. „Heyrið nú,“ sagði frú Hutcinson við fólkið í kringum sig. „Tilbúinn, Bill?“ spurði Summers og Bill Hutchinson leit snöggt á konu sína og börn og kinkaði kolli. „Munið að taka miðana,“ sagði Summers, „og geyma þá saman- brotna þar til allir eru búnir að taka sinn. Harry, þú hjálpar Dave litla.“ Graves tók í hönd litla drengsins sem kom fúslega með honum að kassanum. „Taktu miða úr kassanum, Davy,“ sagði Summers. Davy stakk hendinni inn í kassann og hló. „Taktu bara einn miða,“ sagði Summers. „Harry, haltu á honum fyrir hann.“ Graves tók í hönd barnsins og losaði samanbrotinn miðann úr krepptum hnefanum og hélt á honum en Dave litli stóð við hliðina á honum og horfði upp til hans hugsandi á svip. „Nancy næst,“ sagði Summers. Nancy var tólf ára og skólafélagar hennar drógu djúpt andann þegar hún gekk ffam, sveiflaði pilsinu sínu og tók miða úr kassanum af vandfysni. „Bill yngri,“ sagði Summers og Billy, rauður í framan og með ofvaxna fætur, hvolfdi nærri kassanum þegar hann dró út miða. „Tessie,“ sagði Summers. Hún hikaði eitt andar- tak, horfði ögrandi í kringum sig og beit síðan saman vörunum og gekk að kassanum. Hún hrifsaði miða og hélt á honum fyrir aftan bak. „Bill,“ sagði Summers, og Bill Hutchinson teygði sig inn í kassann og þreifaði fyrir sér og dró loks út höndina sem hélt á pappírsmiða. Hópurinn var hljóður. Stúlka hvíslaði: „Ég vona að það sé ekki Nancy,“ og ómurinn af hvíslinu barst að útjöðrum hópsins. „Þetta var ekki svona áður fyrr,“ sagði Warner gamli upphátt. „Fólk var ekki svona áður fyrr.“ „Allt í lagi,“ sagði Summers. „Opnið miðana. Harry, þú opnar mið- ann hans Dave litla.“ Graves opnaði pappírsmiðann og allsherjarstuna leið um hópinn þegar hann lyfti honum upp og allir gátu séð að hann var auður. Nancy og Bill yngri opnuðu miðana sína um leið og ljómuðu og hlógu bæði, sneru sér að hópnum og héldu pappírsmiðunum hátt fyrir ofan sig. „Tessie,“ sagði Summers. Það varð þögn og þá leit Summers á Bill Hutchinson og Bill opnaði miðann sinn og sýndi hann. Hann var auður. TMM 1999:3 www.mm.is 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.