Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 61
HLUTAVELTAN
lágt og hún gat. „Ég meina það, það var ekki sanngjarnt. Þú gafst hon-
um ekki nógan tíma til að velja. Allir sáu það.“
Graves hafði valið miðana fimm og látið þá í kassann og hann lét alla
hina miðana falla á jörðina þar sem golan greip þá og feykti þeim burt.
„Heyrið nú,“ sagði frú Hutcinson við fólkið í kringum sig.
„Tilbúinn, Bill?“ spurði Summers og Bill Hutchinson leit snöggt á
konu sína og börn og kinkaði kolli.
„Munið að taka miðana,“ sagði Summers, „og geyma þá saman-
brotna þar til allir eru búnir að taka sinn. Harry, þú hjálpar Dave litla.“
Graves tók í hönd litla drengsins sem kom fúslega með honum að
kassanum. „Taktu miða úr kassanum, Davy,“ sagði Summers. Davy
stakk hendinni inn í kassann og hló. „Taktu bara einn miða,“ sagði
Summers. „Harry, haltu á honum fyrir hann.“ Graves tók í hönd
barnsins og losaði samanbrotinn miðann úr krepptum hnefanum og
hélt á honum en Dave litli stóð við hliðina á honum og horfði upp til
hans hugsandi á svip.
„Nancy næst,“ sagði Summers. Nancy var tólf ára og skólafélagar
hennar drógu djúpt andann þegar hún gekk ffam, sveiflaði pilsinu sínu
og tók miða úr kassanum af vandfysni. „Bill yngri,“ sagði Summers og
Billy, rauður í framan og með ofvaxna fætur, hvolfdi nærri kassanum
þegar hann dró út miða. „Tessie,“ sagði Summers. Hún hikaði eitt andar-
tak, horfði ögrandi í kringum sig og beit síðan saman vörunum og gekk
að kassanum. Hún hrifsaði miða og hélt á honum fyrir aftan bak.
„Bill,“ sagði Summers, og Bill Hutchinson teygði sig inn í kassann
og þreifaði fyrir sér og dró loks út höndina sem hélt á pappírsmiða.
Hópurinn var hljóður. Stúlka hvíslaði: „Ég vona að það sé ekki
Nancy,“ og ómurinn af hvíslinu barst að útjöðrum hópsins.
„Þetta var ekki svona áður fyrr,“ sagði Warner gamli upphátt. „Fólk
var ekki svona áður fyrr.“
„Allt í lagi,“ sagði Summers. „Opnið miðana. Harry, þú opnar mið-
ann hans Dave litla.“
Graves opnaði pappírsmiðann og allsherjarstuna leið um hópinn
þegar hann lyfti honum upp og allir gátu séð að hann var auður. Nancy
og Bill yngri opnuðu miðana sína um leið og ljómuðu og hlógu bæði,
sneru sér að hópnum og héldu pappírsmiðunum hátt fyrir ofan sig.
„Tessie,“ sagði Summers. Það varð þögn og þá leit Summers á Bill
Hutchinson og Bill opnaði miðann sinn og sýndi hann. Hann var auður.
TMM 1999:3
www.mm.is
59