Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 79
Á REKI -Jæja, þetta er orðið skuggalegt..., muldraði hann þá og horfði á hvítan fótinn sem var kominn með gljáandi drep. Holdið vall eins og ógeðslegur blóðmör yfir sokkið sárabindið. Nístandi kvalir komu látlaust eins og stöðugar eldingar og bárust nú upp í nára. Jafnframt jókst skelfilegi þurrkurinn í hálsinum sem and- ardrátturinn virtist hita ennþá meira. Þegar maðurinn reyndi að rísa upp varð hann að hvíla ennið í hálfa mínútu á kvarnarsteininum vegna skyndilegra uppkasta. En hann vildi ekki deyja og fór niður að árbakkanum og upp í bát- inn. Hann settist í skutinn og fór að róa út á Paranafljót. Árflaumur- inn, sem streymir sex mílur á klukkustund í námunda við Iguazúfossinn, mundi eflaust bera hann innan fimm klukkustunda til Tacúrú-Púcú. Manninum tókst að komast með erfíðismunum út á mitt fljótið, en dofnar hendur hans misstu þar róðrarspaðann niður í bátinn. Og þeg- ar hann hafði ælt á ný- að þessu sinni blóði - leit hann til sólar sem var komin handan við fjallið. Fóturinn var orðinn að afskræmdum og glerhörðum bólgustokk upp á mitt læri sem sprengdi utan af sér fötin. Maðurinn skar af sér mittisbandið og risti buxurnar með hnífnum: bólgið kviðarholið stóð fram með stóra hvíta flekki, ógurlega viðkvæmt. Það flaug að honum að hann kæmist aldrei af eigin rammleik til Túcúrú-Púcú og ákvað að biðja Alves félaga sinn um hjálp, þótt lengi hefði verið illt á milli þeirra. Nú þaut árstraumurinn í átt að strönd Brasilíu og manninum því auðvelt að lenda bátnum. Hann dróst upp hæðina eftir stígnum, en eftir tuttugu metra lá hann endilangur, uppgefinn á grúfu. -Alves! hrópaði hann af öllum kröftum og hlustaði án árangurs. -Félagi Alves! Neitaðu mér ekki um þennan greiða! hrópaði hann á ný og lyfti höfði frá jörð. Ekkert þrusk heyrðist í frumskógarkyrrðinni. Maðurinn hafði enn kraft í sér til að komast í bátinn og straumurinn hreif hann á ný svo hann rak hratt áfram. Parana streymir þarna í stóru gljúfri svo áin rennur milli drunga- legra hundrað metra hárra hamra. Skógurinn, líka svartur, vex frá bökkunum sem eru úr svarbláu basalti. Drungalegir hamraveggir eru hvarvetna: fyrir framan, til beggja handa, á eftir, og neðst á milli þeirra þýtur úfið fljótið í endalausum leirbornum vatnsgusum. Landslagið TMM 1999:3 www.mm.is 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.