Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 51
Harold Pinter Stúlkur Ég las í tímariti smásögu um stúlku í háskóla sem fer inn á skrifstofu kennara síns, sest við skrifborðið hans og réttir honum miða sem hann flettir í sundur og á stendur: „Stúlkur vilja láta flengja sig.“ En ég er bú- inn að týna því. Ég er búinn að týna tímaritinu. Ég fínn það hvergi. Og ég man ekki hvað gerist næst. Ég veit ekki einu sinni hvort þetta var skáldskapur eða sönn saga. Kannski var þetta brot úr sjálfsævisögu. En frá hvaða sjónarhorni var sagan sögð? Kennarans eða stúlkunnar? Ég veit það ekki. Ég man það ekki. Og það er óbærilegt að finna myrkur vanþekkingarinnar umlykja sig með þessum hætti. Það sem mig langar að vita er ósköp einfalt. Var hún flengd? Það er að segja ef hin víðfeðma fullyrðing átti við um hana sjálfa. Ef hin víðfeðma fullyrðing átti við um hana sjálfa naut hún þá sjálf góðs af henni? Var hún, hreint út sagt, ein af þessum stúlkum? Var hún eða er hún ein af þeim stúlk- um sem, að því er hún segir sjálf, vilja láta flengja sig? Ef sú var raunin, gerðist það þá? Gerðist það á skrifstofu kennarans, á skrifborði kenn- arans? Eða ekki? Og hvað með kennarann? Hvað fannst honum um þetta? Hvers konar kennari var hann eiginlega? Hvað kenndi hann? Gaumgæfði hann staðhæfinguna (stúlkur vilja láta flengja sig) með gagnrýnu hugarfari? Þótti honum þetta hæpin alhæfing eða reyndi hann í það minnsta að sannprófa hana? Með öðrum orðum, prófaði hann hana? Með öðrum orðum, sagði hann sem svo: „Allt í lagi. Leggstu á skrifborðið með bossann upp, snúðu þér undan og við skulum bæði dæma um hvort þessi staðhæfing fær staðist eða ekki“? Eða lét hann sér nægja að áminna nemandann, í þágu vísindanna, um að fara framvegis með gát um hið viðsjárverða svæði staðhæfinganna? Verst er að finna hvergi tímaritið. Ég er búinn að týna því. Og ég hef ekki hugmynd um hvernig sögunni, eða ævisögubrotinu, lykt- aði. Urðu þau ástfangin? Giftust þau? Eignuðust þau heilt stóð af krökkum? TMM 1999:3 www.mm.is 49
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.