Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 20
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR ingnum þegar hann uppgötvar hvernig orðræða alþýðumannsins fellur án vandkvæða inn í orðræðu menntamannanna og öfugt. í leit að sannleika Sagnfræðingurinn getur raunar ekki látið sér nægja að rýna í samræður milli orðræðukerfa í heimildunum heldur verður hann einnig að leiða hugann að því hvernig sú orðræða sem hann gengur út frá við lestur heimildanna stang- ast á við orðræðu heimildanna. Með því að skoða árekstur eigin orðræðu við orðræðu fortíðarinnar verður sagnfræðingurinn meðvitaður um takmark- aða möguleika sína til að öðlast skilning á atburðum fortíðarinnar. í stað þess að túlka þá atburði, sem hann veit að byggja á orðræðuhefð sem hann fær ekki skilið, út frá eigin forsendum og innleiða túlkunina í textann setur sagnfræðingurinn fyrirvara við eigin túlkun. Þannig má líkja vinnu hans við samræður við fortíðina. Um þetta hefur heimspekingurinn Dominick LaCapra skrifað: Hugmyndin um „skapandi mislestur“ er villandi þegar hún felur í sér viðurkenningu á einhliða, huglægu mati sem virðir að vettugi mögu- leika textans á að ögra lesandanum og hafa mótandi áhrif á túlkun hans. Jafnvel þótt fallist sé á þá myndhverfmgu að túlkunin sé „rödd“ hins sögulega lesanda í „samræðu" hans við fortíðina verður að við- urkenna að fortíðin á sínar eigin „raddir“ sem nauðsynlegt er að virða, sérstaklega þegar þær stangast á við eða flækja þá merkingu sem við viljum gefa þeim. Texti veitir túlkunum okkar stöðugt viðnám og samræður eru ætíð tvíhliða; góður lesandi er einnig athugull og þol- inmóður hlustandi.15 Af þessum sökum einkennast flest sagnfræðiverk sem mótast af aðferðafræði einsögunnar af nálægð höfundar í textanum. Sagnff æðingurinn er sýnilegur í túlkun sinni og í því skyni að varpa ljósi á möguleika og takmarkanir sínar til að draga fram ákveðinn sannleika um fortíðina byggir hann ffásögn sína annars vegar á samræðum við heimildir fortíðarinnar og hins vegar á sam- ræðum við ímyndaðan lesanda verksins. Textinn vísar þannig í sjálfan sig en sjálfsvísandi texti, hvort sem er í skáldskap eða fræðigreinum, er eitt einkenni póstmódernismans.16 Natalie Zemon Davis er einn þekktasti einsögufræðingurinn vestan hafs. í upphaft bókarinnar Women on theMargins stillir hún upp leikþætti þar sem persónur eru fjórar: hún sjálf og þær þrjár konur sem á sautjándu öld sköp- uðu þær heimildir sem hún byggir bókina á.17 Þessi stutti leikþáttur segir ýmislegt um viðhorf kvennanna þriggja til trúarinnar og þó enn fremur til 18 www.mm.is TMM 1999:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.