Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 20
SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR
ingnum þegar hann uppgötvar hvernig orðræða alþýðumannsins fellur án
vandkvæða inn í orðræðu menntamannanna og öfugt.
í leit að sannleika
Sagnfræðingurinn getur raunar ekki látið sér nægja að rýna í samræður milli
orðræðukerfa í heimildunum heldur verður hann einnig að leiða hugann að
því hvernig sú orðræða sem hann gengur út frá við lestur heimildanna stang-
ast á við orðræðu heimildanna. Með því að skoða árekstur eigin orðræðu við
orðræðu fortíðarinnar verður sagnfræðingurinn meðvitaður um takmark-
aða möguleika sína til að öðlast skilning á atburðum fortíðarinnar. í stað
þess að túlka þá atburði, sem hann veit að byggja á orðræðuhefð sem hann
fær ekki skilið, út frá eigin forsendum og innleiða túlkunina í textann setur
sagnfræðingurinn fyrirvara við eigin túlkun. Þannig má líkja vinnu hans við
samræður við fortíðina. Um þetta hefur heimspekingurinn Dominick
LaCapra skrifað:
Hugmyndin um „skapandi mislestur“ er villandi þegar hún felur í sér
viðurkenningu á einhliða, huglægu mati sem virðir að vettugi mögu-
leika textans á að ögra lesandanum og hafa mótandi áhrif á túlkun
hans. Jafnvel þótt fallist sé á þá myndhverfmgu að túlkunin sé „rödd“
hins sögulega lesanda í „samræðu" hans við fortíðina verður að við-
urkenna að fortíðin á sínar eigin „raddir“ sem nauðsynlegt er að
virða, sérstaklega þegar þær stangast á við eða flækja þá merkingu sem
við viljum gefa þeim. Texti veitir túlkunum okkar stöðugt viðnám og
samræður eru ætíð tvíhliða; góður lesandi er einnig athugull og þol-
inmóður hlustandi.15
Af þessum sökum einkennast flest sagnfræðiverk sem mótast af aðferðafræði
einsögunnar af nálægð höfundar í textanum. Sagnff æðingurinn er sýnilegur
í túlkun sinni og í því skyni að varpa ljósi á möguleika og takmarkanir sínar
til að draga fram ákveðinn sannleika um fortíðina byggir hann ffásögn sína
annars vegar á samræðum við heimildir fortíðarinnar og hins vegar á sam-
ræðum við ímyndaðan lesanda verksins. Textinn vísar þannig í sjálfan sig en
sjálfsvísandi texti, hvort sem er í skáldskap eða fræðigreinum, er eitt einkenni
póstmódernismans.16
Natalie Zemon Davis er einn þekktasti einsögufræðingurinn vestan hafs. í
upphaft bókarinnar Women on theMargins stillir hún upp leikþætti þar sem
persónur eru fjórar: hún sjálf og þær þrjár konur sem á sautjándu öld sköp-
uðu þær heimildir sem hún byggir bókina á.17 Þessi stutti leikþáttur segir
ýmislegt um viðhorf kvennanna þriggja til trúarinnar og þó enn fremur til
18
www.mm.is
TMM 1999:3