Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 70
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR ....þá minntist ég á kynlífsmálið og þá staðreynd að við hefðum aldrei rætt það til hlítar. Ég sagði henni að ég sæti ekkert á minni skoð- un. Tryði á að fólk ætti að gera hreint fyrir sínum dyrum. Að þetta pukur með kynlífið hennar væri bara komið út í öfgar. Hún spurði þá hver mín skoðun væri. Ég hafði sagt henni skoðun mína áður og sagði henni hana affur. Sagði henni hreint út að ég teldi að Guð væri að prófa hana. Að öllu lífi væri lifað í þeim tilgangi að Guð gæti séð hvers maðurinn væri megnugur. f yfir áratug lifði ég í ræsinu. Var eins og Babýlonshóra einungis til að hann sæi hver hin raunverulega ég er. Hún virtist alveg hlusta á mig svo ég hélt áfram og sagði henni frá úr- skurðinum. Ég var þá búin að ræða málið við fróðustu menn þessa heims. Þeir höfðu gefið mér þann úrskurð að hún mætti ekki stunda kynlíf. Aldrei. Það er hennar djöfull og ekkert hægt að flækja það frek- ar.“ (24-25) Athyglisvert er að sjá hvernig Hrafnhildur hamrar á því í byrjun að hér sé um hennar eigin skoðun að ræða en í lok ræðu hennar kemur ff am að hér er um „úrskurð fróðustu manna“ að ræða. Fróðustu menn í kristnum fræðum banna „óeðlilegt“ kynlíf; kynlíf sem ekki hefur getnaðarmöguleika í för með sér; kynlíf sem hlýtur því í eðli sínu að vera úrkynjað og þar af leiðandi hættulegt (hinum ótrausta) grunni hins gagnkynhneigða kerfis. Það væri vægast sagt úrdráttur að segja að á milli Auðar og móður hennar væri erfitt samband. Auður leggur fæð á móður sína, fyrirlítur hana og hatar af krafti. Það er lítil dýpt í þessari lýsingu á móður-dóttur sambandi og þó móðirin hafi brugðist Auði með því að gerast verkfæri trúar- og feðraveldis gegn hamingju hennar og heill, er viðhorf Auðar til hennar of einhliða til að vera sannfærandi.7 Arnar, faðir Auðar, er hins vegar saklaust góðmenni og heigull. Hið fyrra skynjar Auður og henni þykir vænt um föður sinn, þótt hann geti ekkert frekar en móðirin verið henni raunveruleg stoð í hennar vanda. Heigulshátt- ur föðurins kemur hins vegar fram í því hvernig hann víkst sífellt undan því að taka á vandamálum dóttur sinnar, víkst undan því að ræða málið við hana og reyna að styðja hana í þeirri greinilegu og erfiðu baráttu sem hún á í. Hon- um þykir vænt um dóttur sína (rétt eins og móður hennar þykir sannarlega vænt um hana þótt hún láti stjórnast af kreddum kirkjufeðranna) en hann víkst undan því að horfast í augu við vandamál hennar: Litla stúlkan sem hann hefur aldrei skilið. Ekki einu sinni reynt að skilja. Hún er hinn sanni einstæðingur. Ekkert hægt að segja eða kaupa handa henni til að auðvelda framtíðina. Enginn Stelpnafræðari nógu ítarlegur. Hún neyðist til að skrifa sinn eigin. (129) 68 www.mm.is TMM 1999:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.