Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 16
SIGRÚN SIGURÐARDÚTTIR þær aðstæður sem mótuðu líf hvers einstaklings hverju sinni og töldu allar hugleiðingar um sálarkreppu einstaklingsins og hugsanleg viðbrögð við ytri aðstæðum vera utan síns fræðasviðs. Á síðari tímum hafa sagnfræðingar, sem kenndir hafa verið við póst- módernisma, verið að færast nær rithöfundum, heimspekingum og bók- menntafræðingum með þverfaglegar áherslur að vopni. Það sem einkennir póstmódernisma í sagnfræði öðru fremur er viðurkenning, fremur en af- neitun, á því ófrelsi sem orðræðan setur hugsun mannsins. Raunar má skipta sagnfræðingum, og ef til vill öllum fræðimönnum, í tvo hópa eftir afstöðu þeirra, eða skorti á afstöðu, til orðræðunnar og áhrifa hennar. Annars vegar höfum við ffæðimenn sem loka augunum fyrir því ástandi sem skapast hefur í nútímanum og hins vegar fræðimenn sem byggja rann- sóknir sínar og kenningar á forsendum nútímans og þar með hinu póst- móderníska ástandi sem tilheyrir honum. Franski heimspekingurinn Jacques Derrida er í hópi þeirra síðarnefndu. í viðtali sem birtist í Tímariti Máls og menningar árið 1994 svarar Derrida spurningu viðmælanda um hvort hann sé heimspekingur sem hugsi samtíð sína, á eftirfarandi hátt: Það er ekki til neinn fyrirfram ákveðinn mælikvarði á það hvort hugs- un manns snýst um líðandi stund, eða svo ég haldi mig við orðalag ykkar, hvort maður „hugsar samtíð sína“. Hjá mörgum fer þetta alls ekki saman. En þetta eru spurningar sem ég treysti mér varla til að svara undirbúningslaust. Við verðum því að halda okkur við þann tíma sem við höfum til ráðstöfimar hér og nú. Það að hugsa um sam- tíma sinn er ákveðnari afstaða nú en nokkru sinni fyrr, einkum ef maður tekur þá áhættu að tala opinberlega, því tímarammi slíkrar tjáningar er búinn til. Hann er tæknilegur tilbútiingur. Viðburðurinn sjálfur, tími þessa opinbera gjörnings, er veginn, metinn, afmarkaður, „forsniðinn“, „settur af stað“ í „fjölmiðlaapparati“.4 Af svari Derrida má sjá að hann telur póstmóderníska fræðimenn, það er þá fræðimenn sem hafa tekið þá afstöðu að bregðast við því ástandi sem póst- módernisminn er, taka nokkra áhættu þegar þeir leitast við að greina samtíma sinn í því skyni að finna leið út úr honum því tímarammi tjáningar- innar í nútímasamfélagi sem stjórnað er af „fjölmiðlaapparati“ þröngvar fræðimanninum inn í það ástand sem hann leitast við að brjótast út úr og greina. Með því að tjá sig um póstmódernismann í nútímanum gengur mað- ur póstmódernismanum að einhverju leyti á vald því þó að ffæðimenn geti neitað að tjá sig innan mjög afmarkaðs tímaramma, sem miðar að því að ein- falda flókna hugsun í því skyni að spara tíma og þar með peninga, geta þeir ekki komið í veg fyrir að kenningar þeirra verði mistúlkaðar og misnotaðar 14 www.mm.is TMM 1999:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.