Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 112
RITDÓMAR
að færa skjótan árangur á sama hátt og
aðrar atvinnugreinar, ekki síst sjó-
róðrar í hrotum. En Karlinn átti ekk-
ert skylt við þetta og það var hans
sterka hlið. Myndin hafði engan
ákveðinn tilgang, ekki einu sinni þann
að vera augnayndi þó hún væri það
kannski fyrir tilviljun eða eðli sínu
samkvæmt“ (bls. 84-5).
Myndin af Karlinum er löngu horfin en
Guðbergur varðveitir hér minninguna
um hana og endurskapar Karlinn í orð-
um sem tákn um ákveðna listsýn. Karl-
inn kveikti einhvern óljósan skilning, en
Guðbergur heldur fram að óljós skiln-
ingur sé forsenda fyrir allar okkar lang-
anir: „Með þetta að leiðarljósi hef ég reynt
að festa Karlinn á blað og dulmagnið sem
honum fylgdi enda er það hlutverk
skáldsins að finna efnivið í því sem er
eflaust annað hvort einskis virði, innan-
tómt eða úr sögunni að áliti flestra“ (bls.
101). Sá óljósi skilningur sem myndin af
Karlinum vakti hjá Guðbergi er þá hér
(endur)skapaður sem dæmi um þróun
lífssýnar hans, úr bernsku þar sem fátt var
um listrænar fyrirmyndir.
Skáldið gegnir líka því hlutverki sam-
kvæmt Guðbergi að finna fegurð þar sem
aðrir sjá ekki nein merki hennar. Guð-
bergur dregur þetta fram í lýsingu á mel
sem engum þótti mikið til koma. Hann
veltir fyrir sér hvers vegna fegurð melsins
kemur ekki fram á ljósmyndum af hon-
um: „finnst hún ekki bara vera ólík hon-
um þegar ég fer á hann til að bera saman
mynd og mel heldur er hitt verra: mynd-
in á ekkert skylt við hugmyndina sem ég
geymi af honum“ (bls. 107). Það er hug-
myndin um melinn sem skiptir máli þeg-
ar fegurð hans er metin og ljósmyndir í
allri sinni tátólógíu eru ekki endilega
rétti miðillinn til að koma henni á fram-
færi: „Núna er mér ljóst að fegurð mels-
ins fólst ekki í honum sjálfum heldur var
hún fyrir utan hann. Svona er fegurðin
og eðli hennar. Hún var ekki í melnum
heldur í hugmynd sem ég gerði mér af
honum og kannski verður hún í því sem
ég dreg ffam í orðum ef ég vanda mig“
(bls. 104). Fyrirmyndin getur því verið á
allan máta og segir ekki til um gæði þess
sem úr verður og að endurskapa þessa
fegurð í orðum er það sem skáldið
verður sífellt að kljást við.
Eftirmæli föðurins um ömmuna
verður ffekari uppspretta hugleiðinga
um fyrirmyndir, tilfinningar og skáld-
skap:
„Allt í einu datt mér í hug að með
heimsóknum á elliheimilið hefði hann
verið að sækja efnivið í eftirmæli og
setið þar þögull, hugsi við að festa í
minnið margvíslegu geðhrifin sem
hann varð fýrir til að færa þau
óbrengluð í hæfilegan búning við
heimkomuna. Hann ætlaði að „ná“
þessu [...] Notaði hann jafn skelfilega
aðferð svo hann ætti auðveldara með
að yrkja? Fór hann ekki að heimsækja
móður sína heldur í leit að því sem er
kallað innblástur? Eru skáldin þannig
að form og efni ljóðanna skipti meira
máli en það sem formið og efnið
byggjast á?“ (bls. 311).
Skáldskapur föðurins er því í raun
óhugnanlegur því hann setur form og
efni ljóðanna ofar veruleika og tilfinn-
ingum. Til þess að „ná“ þessu þarf fjar-
lægð, jafnvel kulda. En þetta er hæfileiki
sem er jafnframt hluti af því að vera
skáld; hæfileikinn til að sjá nálægðina úr
fjarlægð. Guðbergur segir um föður sinn
að: „Með kunnáttu skálds ræktaði hann
þá hæfileika að geta horft á nærtækan
efnivið úr fjarlægð, á sama hátt og þegar
vitsmunirnir skoða ástríðurnar. Hlut-
leysið er þeirra aðal. Þeir sjá nálægðina
jafnan úr fjarlægð" (bls. 296-7). Þessi
110
www.mm.is
TMM 1999:3