Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 84
HORACIO QUIROGA
bananaekrunni til þess að sækja hann í matinn. Hann heyrir alltaf fyrst
rödd yngri drengsins sem reynir að slíta sig úr hönd móður sinnar:
-Pabbi! Pabbi!
-Er það ekki? . . . Auðvitað, hann heyrir það! Klukkan er komin.
Hann heyrir greinilega rödd sonar síns .. .
Hvílík martröð!... Auðvitað er þetta bara einn af mörgum nauðaó-
merkilegum dögum! Birtan er óþarflega skær, gulleitir skuggar og á
holdinu þögull hiti eins og úr barkaraofni, svo truntan svitnar kyrr
fyrir framan bananaræktina sem hún fær ekki að fara inn á.
... Örþreyttur, einungis dauðþreyttur. Hvað hefur hann ekki oft far-
ið á hádegi eins og núna yfír jörð sem var eitt sinn órækt, þegar hann
kom hafði verið hér órutt fjall! Þá sneri hann heim á hægri göngu, líka
örþreyttur með lafandi sveðju í vinstri hendi.
í huganum þekkir hann ennþá fjarlægðina, ef hann kærir sig um
það; hann getur brugðið sér andartak úr líkamanum, ef honum þókn-
ast, svo hann geti séð ffá bryggjunni, sem hann smíðaði, sama venju-
lega landslagið og alltaf: bananaekru og rauða mold, litlu girðinguna í
fjarlægð í hlíð sem liggur að veginum. Og lengra í burtu þá jarðrækt
sem er hans eigið verk. Og hann getur séð sjálfan sig, líkan lítilli þúst í
sólskini að hvíla sig á melgresinu, ligjandi á hægri hlið með kreppta
fætur, alveg eins og á hverjum degi, vegna þess að hann er örþreyttur
við hliðina á bölvuðum girðingarstaur ...
En hesturinn stendur með svitatauma, grafkyrr vegna hræðslu, við
hornið á girðingunni. Hann sér líka manninn á jörðinni og þorir ekki
að fara fram með bananaekrunni þó hann langi til þess. Þegar hestur-
inn heyrir köllin ekki langt í burtu: -Pabbi!-þá sperrir hann lengi kyrr
eyrun í átt að þústinni. Loksins þegar hann róast ákveður hann að fara
milli staursins og liggjandi mannsins - sem hefur nú öðlast hvíld.
Guðbergur Bergsson þýddi.
82
www.mm.is
TMM 1999:3