Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 65
HVENÆR ER STÚLKA STÚLKA? Deilan um eðlishyggju, annars vegar, og mótunarhyggju, hins vegar, er eitt af mest áberandi umræðuefnum femínisma og póstmódernisma síðustu ára. Hún verður ekki rakin hér að gagni en nefna má að hún snýst í grund- vallaratriðum um það hvort til sé eitthvað sem kalla má náttúrlegt eðli kvenna og karla (eðlishyggja) eða hvort kynbundin hegðun kynjanna sé lærð og mótuð af umhverfi, samfélagi og öðrum (mótunarhyggja).3 Þótt þessi umræða sé áberandi í póstmódernískum fræðum síðastliðinna ára má rekja hana a.m.k. aftur til hinnar fimmtugu bókar Simone de Beauvoir Hitt kynið (og vafalaust enn lengra aftur ef út í það er farið). í Hinu kyninu ræðst de Beauvoir harkalega gegn eðlishyggju og dregur dár að þeirri hugmyndafr æði sem grundvallar kenningar sínar á því að sú líffræðilega staðreynd að (sum- ar) konur hafi leg en ekki lim skapi þeim örlög og sanni að „eðli“ þeirra sé öðruvísi en eðli karlmanna. Strax á upphafssíðu Sögu af stúlku er hnykkt á þeirri staðreynd að sögu- hetjan sé mótuð af umhverfi sínu, að hún hafi lært (leynt og ljóst) hvernig hún á að vera og hvernig hún má ekki vera: Allt sem hún veit var henni sagt. Og ekki beint út. Heldur gefið í skyn. Eða megnið var gefið í skyn, restin fólst í skömmum. Ef hún stóð sig illa eða fór út fyrir reglurnar var slegið á höndina. Og hún lærði. Allt og ekkert. Hegðar sér eftir reglunum. (7) Auður Ögn hegðar sér eftir reglunum og veit til hvers er ætlast af henni sem konu í heimi þar sem ríkja norm karlveldis og gagnkynhneigðar: „Lífið er svo yndislega eins alls staðar, hugsar Auður með sér. Hún trúir næstum því að svona sé hennar líf. Að hún sé bara að bíða eftir þeim rétta og ætlar því ekkert að ríða fyrr en hún giftir sig.“ (9) Hér í sögubyrjun höfum við því „dæmi- gerða“ og „eðlilega“ stúlku, rækilega staðsetta innan þess ramma sem samfé- lagið ætlar henni, en jafnframt er gefið í skyn að þessi „trygga staða“ innan „náttúrlegra norma“ sé kannski ekki það sem Auður Ögn í raun og veru ósk- ar sér. Þetta er gert með tveimur mikilvægum atriðum sem ffam koma í fyrsta kafla og láta í fyrstunni lítið yfir sér. Bróðir Auðar, Þröstur, kemur heim og gefur henni gjöf: Páfagauk í búri. Eins og síðar verður ljóst eru þessir tveir „fuglar“ (Þröstur og páfagaukurinn) speglanir á sjálfi Auðar. Varla þarf að fjölyrða um táknlegt gildi páfagauksins í búrinu, en Þröstur er hins vegar mikilvægur, bæði sem persóna í lífi Auður og einnig sem tákn. Hann reynist vera tvíburabróðir Auðar (hefðbundið ,,alter-ego“) og er þroskaheftur. Þennan þroskahefta tvíburabróður sinn segir Auður vera „sinn drauma- prins“ og þótt Þröstur sé bæði fallegur og góður og Auði þyki ofurvænt um hann hlýtur það að teljast umsnúningur á hugmyndinni um draumaprins- TMM 1999:3 www.mm.is 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0256-8438
Tungumál:
Árgangar:
82
Fjöldi tölublaða/hefta:
313
Skráðar greinar:
Gefið út:
1938-í dag
Myndað til:
2019
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Kristinn E. Andrésson (1940-1970)
Jakob Benediktsson (1947-1975)
Sigfús Daðason (1960-1976)
Silja Aðalsteinsdóttir (1982-1987)
Vésteinn Ólason (1983-1985)
Guðmundur Andri Thorsson (1987-1989)
Árni Sigurjónsson (1990-1993)
Friðrik Rafnsson (1993-2000)
Útgefandi:
Bókmenntafélagið Mál og menning (1938-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Framhald í: TMM. Tímarit um menningu og mannlíf. Bókmenntir. Bókmenntagreining. Mál og menning.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 3. tölublað (01.09.1999)
https://timarit.is/issue/381305

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

3. tölublað (01.09.1999)

Aðgerðir: