Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 39
KYNLEGIR KVISTIR liked other people, was it marriage? And finally, if one still wished, more than anything in the whole world, to write poetry, was it marri- age? She had her doubts.4 Allt frá upphafi textans hefur Orlando verið að reyna að skrifa og fylgir ljóðið „The Oak Tree“ honum/henni hvert sem hann/hún fer þar til hún fær það loks útgefið undir lok textans. Þegar þar er komið sögu er Orlando kona um þrítugt sem hefur fengið dómsúrskurð um tilveru sína og kyn, en fær aðeins að halda landareign sinni í nafni sonarins sem hún hefur eignast.5 Sögumað- ur segir skilið við hana á miðnættiþann 11. október árið 1928 við eikartréð á landareign hennar þar sem hún tekur á móti elskhuga sínum og eiginmanni af himni eftir að hafa vísað „dáinni drottningu“ (205) inn í hús föður síns. Þarna er vísað til upphafs sögunnar þar sem Elísabet drottning stígur inn í hús föður Orlando og innsiglar eignarrétt hans á því eftir að hafa hrifist af hinum unga Orlando (15). Sagan hefur farið í hring og Orlando stendur að vissu leyti í sömu sporum og í upphafi, húsið er enn hús föður hennar, en jafnframt er það draugahús sem er byggt á blekkingu: „Of wall or substance there was none. AIl was phantom.“ (205) Orlando virðist að einhverju leyti skilja sig frá þessari föðurarfleifð sinni en tekur þess í stað á móti ást- manni/eiginmanni sínum og kynin sameinast þannig í lokin á táknrænan en upphafmn hátt þar sem villtur fugl hefur sig til flugs yfir höfðum þeirra. Orlando er, eins og áður sagði, sögulegt verk þar sem rammi textans er Bretland eða breska heimsveldið allt frá tímum Elísabetar drottningar (16. öld) fram til ritunartíma verksins (1928). Verkið er einnig pólitískt þar sem fjallað er um tengsl sjálfsveru, kyngervis og tíma og sérstök áhersla lögð á stöðu kvenna og möguleika þeirra til að skrifa, ekki síst hvað þær megi skrifa um og hvernig. Sagan er sögð af ævisöguritara Orlando sem gefur ekki upp kyn sitt, eða er öllu heldur, eins og hann segir sjálfur, kynlaus eins og allir ævi- sagnaritarar og sagnfræðingar (137). Woolf leikur sér mikið með stöðu þessa skrásetjara og hlutleysi hans sem hún sýnir fram á að er aðeins blekking og felst afbygging textans ekki síst í þessum leik. Sögumaður leggur áherslu á að hann taki ekki afstöðu heldur haldi sig aðeins við staðreyndir og segi frá hlut- unum eins og þeir séu, en textinn gengur að verulegu leyti út á það að sýna að hlutirnir (og manneskjurnar) séu ekki endilega það sem þeir sýnast vera, allt sé breytingum undirorpið og veruleikinn sé háður sjónarhorni og túlkun þess sem horfir. Skrásetjarinn getur aldrei náð utan um allan veruleikann, hann velur því úr og skeytir saman í samræmi við sjónarhorn sitt og það form sem hann velur sér hverju sinni. í þessu tilfelli er það form hinnar hefð- bundnu ævisögu og reynir sögumaður að fella texta sinn að þessari hefð en mistekst það hins vegar gersamlega. Strax í upphafi verks lýsir hann hlutverki TMM 1999:3 www.mm.is 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.