Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 78
Horacio Quiroga Á reki Maðurinn steig á eitthvað mjúkt og um leið var hann bitinn í fótinn. Hann stökk áfram, og þegar hann snéri sér aftur við, bölvandi, sá hann eiturslönguna yaracacúsú vefja sig í fléttu, búna til nýrrar árásar. Hann leit í flýti á fótinn þar sem tveir blóðdropar þrútnuðu smám saman, og hann dró sveðjuna úr beltinu. Slangan sá þessa ógnun og sökkti höfðinu betur niður í bakið, en sveðjan lenti á síðunni á henni og braut hryggjarliðina. Maðurinn laut niður að bitinu, strauk blóðdropana burt og varð hugsi um stund. Nístandi verkur barst frá litlum fjólubláum blettum og leiddi um allan fótinn. í skyndi batt hann vasaklútnum um ökklann og gekk eftir stígnum heim til sín. Verkurinn í fætinum jókst. Það var eins og hann þendist út með strengjum, og allt í einu fann maðurinn tvo eða þrjá ógurlega stingi eins og sárið hefði lostið eldingum í miðjan kálfann. Hann hreyfði fót- inn með erfiðismunum; þurrkur var í kokinu og fylgdi kveljandi þorsti sem fékk hann aftur til að bölva. Loksins komst hann að býlinu og kastaði sér með útbreiddan faðm- inn á kvörn. Núna hurfu litlu fjólubláu blettirnir í gífurlega bólgu á fætinum öllum. Skinnið virtist verða þunnt, strengt og að því komið að springa. Hann langaði að kalla á eiginkonuna en röddin brast í rámu hljóði úr skrælnuðu koki. Hann var að sálast úr þorsta. -Dórotea! tókst honum að öskra. -Komdu með áfengi! Konan hljóp með fullt vatnsglas sem maðurinn drakk úr í þremur teygum. En hann hafði ekki fundið neitt bragð. -Ég bað um áfengi, ekki vatn! rumdi hann á ný. -Gefðu mér áfengi! -Pálíno, þetta er bjór! andmælti konan hrædd. -Nei, þú gafst mér vatn. Ég vil áfengi, segi ég! Hún hljóp í annað sinn og kom aftur með kútinn. Maðurinn drakk úr tveimur glösum í röð, en fann ekki fyrir því í hálsinum. 76 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.