Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 78
Horacio Quiroga
Á reki
Maðurinn steig á eitthvað mjúkt og um leið var hann bitinn í fótinn.
Hann stökk áfram, og þegar hann snéri sér aftur við, bölvandi, sá hann
eiturslönguna yaracacúsú vefja sig í fléttu, búna til nýrrar árásar.
Hann leit í flýti á fótinn þar sem tveir blóðdropar þrútnuðu smám
saman, og hann dró sveðjuna úr beltinu. Slangan sá þessa ógnun og
sökkti höfðinu betur niður í bakið, en sveðjan lenti á síðunni á henni
og braut hryggjarliðina.
Maðurinn laut niður að bitinu, strauk blóðdropana burt og varð
hugsi um stund. Nístandi verkur barst frá litlum fjólubláum blettum
og leiddi um allan fótinn. í skyndi batt hann vasaklútnum um ökklann
og gekk eftir stígnum heim til sín.
Verkurinn í fætinum jókst. Það var eins og hann þendist út með
strengjum, og allt í einu fann maðurinn tvo eða þrjá ógurlega stingi
eins og sárið hefði lostið eldingum í miðjan kálfann. Hann hreyfði fót-
inn með erfiðismunum; þurrkur var í kokinu og fylgdi kveljandi
þorsti sem fékk hann aftur til að bölva.
Loksins komst hann að býlinu og kastaði sér með útbreiddan faðm-
inn á kvörn. Núna hurfu litlu fjólubláu blettirnir í gífurlega bólgu á
fætinum öllum. Skinnið virtist verða þunnt, strengt og að því komið
að springa. Hann langaði að kalla á eiginkonuna en röddin brast í
rámu hljóði úr skrælnuðu koki. Hann var að sálast úr þorsta.
-Dórotea! tókst honum að öskra. -Komdu með áfengi!
Konan hljóp með fullt vatnsglas sem maðurinn drakk úr í þremur
teygum. En hann hafði ekki fundið neitt bragð.
-Ég bað um áfengi, ekki vatn! rumdi hann á ný. -Gefðu mér áfengi!
-Pálíno, þetta er bjór! andmælti konan hrædd.
-Nei, þú gafst mér vatn. Ég vil áfengi, segi ég!
Hún hljóp í annað sinn og kom aftur með kútinn. Maðurinn drakk
úr tveimur glösum í röð, en fann ekki fyrir því í hálsinum.
76
www.mm.is
TMM 1999:3