Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 96
ANTONIN ARTAUD
MIÐALDARIDDARI í risastórri brynju kemur inn, BRJÓST-
MÓÐIR fylgir honum og heldur uppi barmi sínum og kveinar yfir
bólgnum brjóstum sínum.
RIDDARI: Láttu tútturnar á þér vera. Réttu mér skjölin mín.
BRJÓSTMÓÐIR: [hrópar með skerandi röddu} Æ! Æ! Æ!
RIDDARI: Hver fjandinn er nú að þér?
BRJÓSTMÓÐIR: Stúlkan okkar. Þarna. Með honum.
RIDDARI: Svona, það er engin stúlka þarna!
BRJÓSTMÓÐIR: Þau eru að ríða, segi ég.
RIDDARI: Eins og mér sé ekki sama þó að þau séu að ríða.
BRJÓSTMÓÐIR: Saurlífisseggur.
RIDDARI: Blaðra.
BRJÓSTMÓÐIR: [þrýstir höndunum ofan í vasa sem eru jafnstórir
brjóstunum á henni] Dólgur.
Hún hendir skjölunum til hans íflýti.
RIDDARI: Töfrafæði. Leyfðu mér að éta.
BRJÓSTMÓÐIR hleypurafsviðinu. Hann stendur upp ogtogarstóra
sneið af Gruyére osti úr hverju skjali. Hóstar skyndilega ogþað stendur
í honum.
RIDDARI: [ meðfullan munninn] Ehp, ehp. Komdu með brjóstin á þér
hingað, komdu með brjóstin á þér hingað. Hvert fór hún?
Hann hleypur út afsviðinu. UNGUR MAÐUR ketnur aftur.
UNGUR MAÐUR: Ég sá, ég vissi, ég skildi. Hér er aðaltorgið, prestur-
inn, skósmiðurinn, grænmetismarkaðurinn, anddyri kirkjunnar,
rauða ljósið, stig réttlætisins. Ég get ekki haldið áfram.
PRESTUR, SKÓSMIÐUR, MEÐHJÁLPARI, HÓRA, DÓMARI og
KONA MEÐ HJÓLBÖRUR koma eins ogskuggar inn á sviðið.
UNGUR MAÐUR: Ég er búinn að glata henni, komið aftur með hana.
ALLIR: [með misjöfnum tón] Hverja, hverja, hverja, hverja.
94
www.mm.is
TMM 1999:3