Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 88
TRYGGVl MÁR GUNNARSSON í sirkusnum er horfíð frá ofuráherslu á raunsæjan texta og raunsæja sviðs- mynd og hinum ýmsu listformum blandað saman, leik, tónlist og dansi. Þar eru hin andlegu gildi í hávegum höfð, þátttaka áhorfandans í að skapa töfra- veröld skiptir miklu máli og Artaud horfði mjög til þess í upphafi kenninga- smíða sinna. Brotthvarf frá eftirmyndaraunsæi var þess vegna strax mikil- vægur þáttur og seinna einn af aðalútgangspunktum í þeim hugmyndum sem hann er þekktastur fyrir, hugmyndunum um Gritnmdarleikhúsið. í ein- um kafla Leikhússins og tvífara þess „Ekki fleiri meistarastykki" rýfur hann enn og aftur tengslin við natúralismann (stundum kallað stofudrama) og bætir við hugmyndum um þátttöku áhorfandans: Við verðum að losa okkur algerlega við hugmyndina um meistara- stykki sem elítan ein skilur en eru fjöldanum óskiljanleg.8 Hér leggur hann ekki eingöngu áherslu á róttækar breytingar heldur einnig að líkt og sirkusinn eigi leikhúsið að ná til fjöldans og að finna verði leiðir til að gera leiklistina skiljanlega öllum. Gömlu meistarastykkin hafa ekki lengur það að segja sem þau gerðu áður, heldur hafa þau týnt sérstæðum leikhúsþáttum sínum og orðið að stöðnuðum texta. Artaud reyndi að sýna fram áþetta í Leikhúsi Alfred Jarry ogsetti m.a annars upp Draumleik August Strindbergs. Uppsetningin var styrkt af sænska sendiráðinu í París og ff umsýning þess þótti merkileg uppákoma þar sem töluvert af sænsku fyrir- fólki mætti til að fýlgjast með nýstárlegri túlkun Artauds. Hópur súrrealista, sem þá voru reiðir út í Artaud fyrir að hafa þegið peninga frá sendiráðinu mætti líka, gerði hróp að honum á sviðinu og sakaði hann um að hafa svikið málstað súrrealismans. Þá tók Artaud sig til og framkvæmdi það sem hann hafði þegar skrifað um og breytti sýningunni í sannkallaðan sirkus. Hann svaraði fullum hálsi af sviðinu og sagðist einungis hafa samþykkt að setja verkið upp vegna þess að Strindberg væri sjálfur fórnarlamb sænsku menn- ingarstofnunarinnar. Við það gekk sænska fyrirfólkið út.9 Þó svo að þessi uppákoma hafi ekki verið skrifuð í handrit sýningarinnar er hún gott dæmi um það viðhorf sem Artaud hafði til leikhússins. Það átti að vera lifandi stað- ur, opinn til tjáskipta milli sviðs og salar en ekki heilagur griðastaður hins fastsetta texta meistarastykkjanna. Þau verk sem Artaud setti upp í Leikhúsi Alfred Jarry fengu slæma dóma, þóttu ganga of langt og standa of fjarri raunveruleikanum. Af heimildum má ráða að hann átti í vissum samstarfsörðugleikum við leikara sína sem ekki voru alltaf tilbúnir að fallast á aðferðir hans10 og ljóst að samtímamenn hans voru ekki tilbúnir til að meðtaka hið nýja leikhúsform. Þannig missti hann fjármagn og velvild og árið 1928 leið verkefnið undir lok, eftir aðeins tveggja 86 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.