Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 90
TRYGGVI MÁR GUNNARSSON
húsinu sjálfu. Hugmyndir Artauds um þessa þætti birtast m.a. í tveim
stefnuskrám Grimmdarleikhússins sem komu út 1932 og 1933. Þar setur
hann í upphafi fram kröfu um sérstakt tungumál leikhússins og segir:
Við getum ekki haldið áfram að styðja þá ímynd leikhússins að eina
gildi þess búi í kvalafullu töfrasambandi þess við veruleika og hættu
[...] leikhúsið mun aldrei aftur finna sína eigin einstöku framtaks-
krafta fyrr en það hefur fundið aftur sitt sérstaka tungumál.12
Hugmyndir hans snúast aðallega um að taka upp austrænar hefðir, „yfirgefa
vestrænar hugmyndir okkar um tal“13 til þess að geta upplifað þá ljóðlist sem
leikhúsrýmið býður upp á. Þá rýmisljóðlist (spatial poetry) vill hann skapa
með samvinnu allra sjónrænna þátta á kostnað textaáherslunnar.
Hugmyndir um texta í leikritum Artauds eru einfaldar: „Samtöl - eitt-
hvað skrifað og sagt - tilheyrir ekki sérstaklega leikhúsinu, það tilheyrir
bókum.“14 Hann vill leggja mun ríkari áherslu á tungumál sviðsins og
endurbyggja það. Þar með var hlutverk leikstjórans orðið mikilvægara því
það er á hans ábyrgð að gera rýmið ljóðrænt með því að raða inn í það hlut-
um sem höfða til skynfæranna en ekki hugans. Artaud gerði sér þó grein fyrir
því að talmálið byði upp á vissa möguleika til að höfða til skynfæranna og
viðurkenndi: „mátt orðanna til þess að skapa sína eigin tónlist, eftir því
hvernig þau eru fram borin: fjarlæga raunverulegri merkingu þeirra og jafn-
vel andstæða henni.“15 Hann gerði engu síður þá kröfu að endurgerð daglegs
máls á leiksviði yrði afnumin. í verkum Artauds sjálfs kemur þetta
bersýnilega fram í leiklýsingum sem fylgja textanum. í verkinu Heitn-
spekingagrjótið frá 1931 er eftirfarandi leiklýsing:
„ÉG ER HINGAÐ KOMINN TIL ÞESS AÐ LÁTA TAKA HEIMSPEKINGAGRJÖTIÐ
ÚR MÉR“
Hlé tnilli setningahluta lengist stöðugt, röddin titrar með sterkum
áherslum [...] Með rámri röddu, aftan úr hálsi en samt skrcekri; röddu
hins rátna geldingsd 6
Þannig eru mörg af handritum Artauds ekki síður merkileg fyrir sérkennilegar
lýsingar á uppsetningum, leikmunum, hreyfingum og raddblæ en fyrir það
sem persónurnar segja og sýna best hvaða leiðir hann vildi fara í leiklistinni.
Það er ljóst að hlutverk leikara í leikhúsi Artauds hlýtur að vera töluvert
annað en í því leikhúsi sem talið var hefðbundið á hans tíma. Líkamlegir
burðir og hreyfigeta ásamt innlifunarhæfileikum skiptu meira máli en eftir-
hermuhæfileikar. Hann segir um þennan mun í fyrri stefnuskrá Grimmdar-
leikhússins:
88
ww w. m m. ís
TMM 1999:3