Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 113
RITDÓMAR hæfileiki, um leið og hann er eftirsóknar- verður, felur jafnframt í sér ákveðinn óhugnað - jafnvel hættu. Skáld þurfa að vera köld, því skáldskapur er miskunn- arlaus: „enda er skáldskapur jafnan fyrir utan þann sem iðkar hann en um leið býr hann innra með honum á einhverjum stað sem verður hvorki stjórnað af hug- myndum um hlýðni né löngun til að koma í veg fyrir þá synd að maður gangi á djöfullegum vegum hans“ (bls. 24). Því er hugarburður og villuskynjun ágætt veganesti fyrir ferð eftir djöfullegum vegum skáldskaparins. Upphafi Guðbergs sem skálds er bæði lýst sem óhuganlegu og heillandi ferli í senn. Það felur einnig í sér ýmsar tilraun- ir af hans hálfu eins og þegar hann lýsir því þegar hann reyndi að éta marfló til að verða eilífur en náði henni bara á tung- una: „Ég varð fyrir einhverju sem líktist vitrun sem gaf til kynna að þótt mín biði það sama og annarra manna þá gerði það ekki eins mikið til og ég gæti haldið, lík- aminn yrði auðvitað að duft i, en tungan í mér ætti eftir að lifa til eilífðar“ (bls. 53). Hér er hámarkinu á mýtunni um upp- runa skáldsins náð og aldrei að vita nema smáskáld hópist nú til Grindavíkur að éta marflær. Mitmi kannað Sjálfsævisöguhöfundar skrifa ekki ein- ungis niður minningar heldur fjalla oft á tíð um minnið sjálft. Guðbergur hefúr ákveðnar skoðanir á hvernig minni manni ber að rækta. Hér tengist hug- myndin um minni einnig sköpun þar sem Guðbergur óskapast yfír þeim hæfi- leika að læra utanbókar sem faðir hans hampaði stöðugt: „Vegna þess að eðli minnisins er vald, skortur á skopskyni, efasemdum, og alvaran einkennir það; undirstaða vitsins er aftur á móti sí- breytileiki, leikur, leikgetan, gleði hugar- flugsins sem þarf reyndar að vera gætt sæmilegu minni, en ekki einvörðungu því og síst af öllu stálminni. Vit gætt stálminni er grimm valdaþörf' (bls. 235). Utanbókarlærdómur og stálminni er lýst sem andstæðu skáldlegrar hugs- unar og sköpunar. Það bindur hugsun- ina niður sem þarf frelsi til að skapa. Minni sem ekki kannar er ekki líklegt til stórbrotinna æviskrifa. Áhrifamestu æviskrifin felast í því þegar minnið er kannað, þegar fólk skrifar ævi sína ekki einungist til að sýna hvert það er, heldur skrifar til að uppgötva eitthvað ókannað úr fortíðinni. Sjálfsævisögur sem ekki kanna minnið heldur þylja upp stað- reyndir sem höfundar kunna utanað eru lítils virði. Þannig bækur bæta engum nýjum skilningi við, engri nýrri innsýn. Guðbergur leggur áherslu á þessa könn- un á minninu, á að endurskapa atburði, og á frelsið sem felst í nýrri skynjun. Þeg- ar allt þetta fer saman verða til hápunktar verksins. Það semfágar steininn Áhrif foreldranna á hugsun og skáldskaparsýn Guðbergs eru mjög mik- ilvæg fyrir þá sjálfsmynd sem sköpuð er í verkinu. Hann rekur mismunandi hugsanagang foreldra sinna í því skyni að skoða sjálfan sig. Þetta verk er því engu síður óður til foreldranna en fyrsta bind- ið: „Hún virtist skynja þeim mun betur sem snertingin við hlutina varð minni. Pabbi sá til manns með augunum og gagnrýni orðanna; en honum sást yfir eðli manns. Mömmu var gefin listin að koma auga á hluti án nálægðar og nota innihald og lævísi orðanna. Ég vissi að hvort tveggja, hún og hann, sí- uðust á sinn hátt smám saman inn í mig við umgengnina svo ég varð eins 1 1 1 L. TMM 1999:3 www.mm.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.