Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 41
KYNLEGIR KVISTIR
efni því innra líf hans/hennar er mun fyrirferðarmeira í ffásögninni en ytri
dáðir. Sérstaklega kemst sögumaður í hann krappan eftir að Orlando hefur
breyst í konu. Eins og nánar verður fjallað um hér á eft ir telur þessi ævisagna-
hefð líf kvenna varla í ffásögur færandi og uppfyllir það raunar ekki skilyrði
um það hvað telja megi til „lífs“. „Lífið“ er þá aðeins talið fela í sér ytri athafn-
ir, eitthvað sem er sýnilegt og mælanlegt og helst verður að vera hægt að sýna
blóð líka (169). Þegar konur eiga í hlut má hins vegar notast við ástina sem
söguefni, en óhugsandi er að tilfinningar og hugsanir geti verið efni í frá-
sögn:
If then, the subject of one’s biography will neither love nor kill, but
will only think and imagine, we may conclude that he or she is no bett-
er than a corpse and so leave her. (169)
Hér beinir Woolf spjótum sínum ekki aðeins að ævisögunni heldur einnig
karllægri hefð realismans í bókmenntum og karlkyns rithöfundum sem
samkvæmt Orlando skilgreina ekki aðeins hvað má skrifa um heldur einnig
hvað viðfangsefnin fela í sér.
. .. kyn
í upphafi er Orlando, eins og áður sagði, ungur karlmaður og er athyglinni
beint að kyni hans í fyrsta orði textans:
He - for there could be no doubt of his sex, though the fashion of the
time did something to disguise it - was in the act of slicing at the head
of a Moor which swung from the rafters. It was the colour of an old
football, and more or less the shape of one, save for the sunken cheeks
and a strand or two of coarse, dry hair, like the hair on a coconut.
Orlando’s father, or perhaps his grandfather, had struck it from the
shoulders of a vast Pagan who had started up under the moon in the
barbaric fields of Africa; and now it swung, gently, perpetually, in the
breeze which never ceased blowing through the attic rooms of the gig-
antic house of the lord who had slain him. (9)
Þessi gróteska lýsing á aðförum Orlando er í hróplegri mótsögn við flestar
aðrar lýsingar á honum/henni í sögunni en uppfyllir hins vegar á írónískan
hátt allar þær kröfur sem hin hefðbundna ævisaga gerir. Þarna er á ferðinni
karl sem hikar ekki við að grípa til aðgerða og er hlekkur í keðju karla eða
feðra, það er beinn arftaki karllægrar hefðar. Þetta er hinn breski hefðarmað-
ur sem ferðast um heiminn, nær taki á honum og leggur hann undir sig. Or-
TMM 1999:3
www.mm.is
39