Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 9
TÖFRAR HINS ÚVÆNTA Sansjó mjög náið! Þetta gerist nokkrum blaðsíðum fyrir bókarlok; síðasta sönn- un þess hvað allt er óvíst: þarna standa persónurnar eins og illa gerðir hlutir, augliti til auglitis við draugana af sjálfum sér, eigin tvífara, klónin af sjálfum sér. Það er nefnilega ekkert víst í heimi hér: ekki hverjar persónurnar eru, ekki einu sinni hverjir hlutirnir eru, sem ætti þó að liggja í augum uppi. Don Kíkóti hirti rakskál af rakara vegna þess að hann hélt að hún væri hjálmur. Síðar rekst rakarinn fyrir hreina tilviljun inn á krá þar sem Don Kíkóti er staddur ásamt fleira fólki, hann kemur auga á skálina og vill fá hana til baka. En Don Kíkóti verður stórhneykslaður og þvertekur fyrir að hjálmurinn hans sé rakskál. Þannig snýst vera einfalds hlutar skyndilega upp í spurningu. Hvernig er annars hægt að sanna að rakskál sem sett er á höfuðið á manni sé ekki hjálmur? Glaðhlakkalegir kráargestirnir hafa stórgaman af þessu og fmna einu raunhæfu leiðina til að fá botn í þetta mál: efna til leynilegrar at- kvæðagreiðslu. Allir viðstaddir taka þátt í henni og niðurstaðan er afdráttar- laus: hluturinn er hjálmur. Stórkostlegur verufræðilegur brandari! Mér er sagt að fyrsta skoðanakönnunin í Frakklandi hafi verið gerð árið 1938, skömmu eftir Miinchenarsáttmálann. Yfirgnæfandi meirihluti Frakka kvað þá upp mjög svo lýðræðislegan dóm og samþykkti að þessi ógleymanlega uppgjöf fýrir Hitler hafi verið rétt gjörð og til eftirbreytni. Lesendur Cervantesar láta ekki blekkjast: allar atkvæðagreiðslur og allar skoðana- kannanir eiga sér fyrirmynd í hinni hefðbundnu atkvæðagreiðslu sem forð- um fór fram á kránni sem Cervantes lýsti. Fyndnin og hláturinn hafa verið hluti af mannlífmu frá ómunatíð; í þess- ari bók berast hlátrasköllin beint úr gamanleikjum miðalda: það er hlegið að riddaranum sem gengur um með rakaraskálina á höfðinu eins og hjálm, og að skjaldsveini hans sem er hýddur. En auk þessarar tegundar fýndni, sem er oft nokkuð klisjukennd og grimmileg, rís upp úr skáldsögunni allt annars konar og mun fágaðri fyndni. Elskulegur aðalsmaður úr sveit býður Don Kíkóta heim til sín þar sem hann býr ásamt ljóðskáldinu syni sínum. Sonur- inn, sem er skarpskyggnari en faðir hans, áttar sig undireins á því að gestur- inn er brjálaður. Síðan biður Don Kíkóti unga manninn að fara með ljóð eftir sjálfan sig; ungi maðurinn er tregur til en lætur loks undan og Don Kíkóti lýkur lofsorði á hæfileika hans; sonurinn veðrast allur upp og steingleymir samstundis að gesturinn sé brjálaður. Hvor þeirra er þá brjálaðri, brjálæð- ingurinn sem hælir þeim skarpskyggna í hástert eða sá skarpskyggni sem tekur mark á hóli brjálæðingsins? Þar með erum við komin inn á svið annars konar fyndni, sem er fágaðri og óendanlega dýrmætari en sú fyrrnefnda, og við köllum kímni. Við hlæjum ekki vegna þess að einhver er gerður að fífli, hafður að háði og spotti, eða jafnvel niðurlægður, heldur vegna þess að skyndilega er heimurinn afhjúpaður í tvíræðni sinni, merking alls verður TMM 1999:3 www.mm.is 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.