Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 83
DÁNl MAÐURINN
sem skilur bananaekruna frá veginum. Hann veit það nákvæmlega,
vegna þess að þegar hann lagði girðinguna mældi hann þetta sjálfur.
Hvað er þá að? Er núna ekki hvert annað venjulegt hádegi á íjallinu
hans, býlinu hans, gisnu bananaekrunni hans í Misiones? Vitaskuld!
Lágvaxið gras, maurabú, þögn, sólarlogi...
Ekkert, ekkert hefur breyst. Aðeins hann er öðruvísi. Fyrir tveimur
mínútum hætti bæði tilvera hans og hann að eiga skylt við bújörðina
sem hann hafði unnið við að rækta sjálfur með jarðhögginu í fimm
mánuði samfleytt eða bananaekruna sem hann ræktaði með eigin
höndum; og hann á ekki heldur skylt við þölskyldu sína. Honum
hafði auðvitað verið rykkt burt úr tilverunni vegna einhvers sleips
barkar og sveðjunnar í kviðnum. Fyrir tveimur mínútum: hann er að
deyja.
Örþreytti maðurinn sem liggur á hægri hlið á grasinu þrjóskast
stöðugt við að viðurkenna þessa kynlegu niðurstöðu miðað við hvað
allt sem hann horfir á er ósköp hversdagslegt og tómlegt. Honum er vel
kunnugt um hvað klukkan er: hálf tólf... Drengurinn fór yfir brúna
eins og á hverjum degi.
En það getur ekki verið að honum hafi skrikað fótur...! Hann ríg-
hélt um sveðjuskaftið (bráðum verður hann að fá nýtt; þetta er orðið
slitið) í vinstri hendi milli strengja gaddavírsins. Hann kann ósköp vel
að halda á fjallasveðju eftir tíu ára skógarhögg. Hann er bara
örþreyttur eftir morgunverkin og hvílir sig andartak að venju.
Hvaða sönnun hefur hann?... Til að rækta upp jörðina sáði hann
þessu melgrasi sjálfur, í meters fjarlægð hvert frá öðru, og núna rekast
stráin upp í munnvikin á honum! Hann á þessa bananarækt; og það er
truntan hans sem fnæsir varfærin á gaddana í vírnum! Hann sér hest-
inn greinilega og veit að hann þorir ekki að sneiða fyrir hornið á girð-
ingunni, af því hann liggur rétt hjá staurnum. Hesturinn er fyrir
augunum á honum og hann sér dökka svitatauma sem leka frá stertól-
inni. Sólin er brennheit og það er þrúgandi kyrrð, enda bærist engin
angalía úr basti á bananatrjánum. Þetta sama hefur hann séð á hverj-
um degi eins og þessum.
... Örþreyttur, hann langar bara að hvílast. Það hljóta að vera liðnar
margar mínútur... og þegar klukkuna vantar korter í tólf koma eigin-
konan og báðir drengirnir ofan frá húsinu með rauða þakinu að
TMM 1999:3
w w w. m m. ís
81