Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 66
SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR inn að holdgera hana í Þresti (sérstaklega þegar hafðar eru í huga fyrri hugs- anir Auðar um „hinn eina rétta“ sem hún bíður). Fleiri speglanir eiga sér stað í þessari sögu af stúlku í leit að sínu „sanna sjálfi“. Auði taka að berast bréf sem sannarlega eru stíluð á hana en ekkert kannast hún við sendandann, Ragnar, sem dvelur í útlöndum og sendir henni óræða texta á kortum og í bréfum um nokkra hríð. Auður flettir upp í þjóðskrá og finnur þar alnöfnu sína, Auði Ögn Arnardóttur, sem er nokkuð eldri og býr í Þingholtunum (sjálf býr hún í Breiðholtinu), og ályktar að henni hljóti bréfin að vera ætluð. Ekki kemur Auður þó bréfunum til nöfhu sinnar, þvert á móti tileinkar hún sér innihald þeirra á sífellt öfgafyllri hátt, því dularfullur texti þeirra talar til hennar (og ímyndunarafls hennar) á tím- um öryggisleysis, þunglyndis og örvæntingar sem á rætur sínar að rekja til þess „leyndarmáls“ sem Auður ber innra með sér (í fleiri en einum skiln- ingi). Hún speglar sig í alnöfnu sinni, njósnar jafnvel um hana, og hún spegl- ar sig í frænku sinni, Gullu, sem býr á Akureyri, sem Auður reynir að ná sambandi við (í gegnum bréf): „Ég sem vil bara vera eðlileg eins og þú.“ (54) En Auður Ögn speglar sig ekki bara í öðrum persónum og hlutum í um- hverfinu heldur horfir hún einnig á sjálfa sig í spegli og slíkar sviðsetningar í sögunni eru athyglisverðar: Móða hefur myndast á speglinum. Auður þorir því að líta upp og sér útlínur sínar í honum miðjum. Dettur í hug að þurrka hluta af móðunni til að sjá betur en hættir við. Hún kærir sig ekki um að horfa inn í stúlkuna sem ætti hvort eð er að vera ósýnileg. /... / í gegnum móðuna sér Auður móta fyrir síðu hári sínu. Það liggur niður axlirnar og er hreint eftir sturtu morgunsins. Auður fer alltaf í sturtu. Kann ekki við að liggja nakin í baðkarinu og láta vatnið smjúga inn um allar glufur líkamans. (16) Auður lítur á svalahurðina. Sér spegilmynd sína í glerinu. Henni bregður. Langir og tignarlegir leggir hvíla á stofuborðinu. Axlirnar hanga og brjóstin eru ber innan undir bolnum. Það sést móta fýrir stinnum geirvörtum. Það er of kalt í íbúðinni, ákveður Auður og grípur um brjóstin með grönnum höndunum. Stekkur á fætur og hraðar sér að hurðinni. Neglir gardínu aftur og sest í sófann með teppi yfir sér. (46) Þannig er sjálfsmynd Auðar Agnar sífellt miðlað í gegnum spegilmyndir sem hún óttast og vill helst ekki sjá, nema þá í gegnum móðu. Mynd persónunnar er síðan miðlað til lesandans á ýmsan annan máta. Við sjáum Auði ekki að- eins í gegnum þessar sjálfsspeglandi (felu)myndir heldur einnig í gegnum augu annarra persóna sögunnar sem t.a.m. er miðlað í gegnum viðtöl sem 64 www.mm.is TMM 1999:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.