Gerðir kirkjuþings - 1986, Page 80
72
1986
17. KIRKJUÞING
8 . mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um sjálfseignarstofnanir.
Flm. sr. ölafur Skúlason
17. Kirkjuþing haldið i Bústaðakirkju i nóvember 1986
felur Kirkjuráói aó skipa nú þegar nefnd til þess að kanna
sjálfseignarstofnanir þær, sem eru tengdar kirkjunni.
Feli sú athugun i sér stofnun þeirra, starf og stjórnun
meó sérstöku tilliti til ábyrgóar kirkjunnar, bæói
fjárhagslega og stjórnunarlega, og hvernig eftirliti
kirkjulegra aóila, Kirkjuþings og Kirkjuráós er háttað.
Greinargerð:
Ýmsar stofnanir hafa tengst kirkjunni meó margvíslegum
hætti, bæói vegna nafns þeirra, upphafs og starfs.
í augum almennings er því um að ræóa kirkjulegar stofnanir
og ekki geróur greinarmunur á þjóókirkjunni sem slikri og
þeim. Hafa dæmin líka sýnt, aó kirkjan meó Kristnisjóói
sínum hefur oróió aó taka á sig fjárhagslegar
skuldbindingar vegna þeirra, þegar þrengt hefur aó. Á
hinn bóginn viróist Kirkjuþing i þaó minnsta ekki fá þær
skýrslur í hendur, sem eólilegt væri, og því alls kostar
vanbúió aó sinna eftirliti eóa taka tillit til sliks vió
geró fjárhagsáætlana. Það er því mikió nauðsynjamál, aó á
þessu verói tekió af festu og ákveóin stefna mörkuó, sem
síóan verói fylgt samvizkusamlega.
Visaó til allsherjarnefndar, sem lagói til, aó tillagan
yrói samþykkt óbreytt. (Frsm. Guómundur Magnússon).
Samþykkt samhljóóa.