Gerðir kirkjuþings - 1986, Page 83
1986
75
17. KIRKJUÞING
10. mál
T i 1 l a g a
til þingsályktunar varðandi úrbætur
á kirkjulegri þjónustu á landsbyggðinni.
Flm. sr. Einar Þ. Þorsteinsson
Kirkjuþing 1986 álítur brýna nauósyn beri til, aó hafnar
verói skipulagóar aógeróir af hálfu kirkjustjórnarinnar,
til þess aó bæta aóstöóu til prestsþjónustu á
landsbyggóinni.
Kirkjuþing beinir því til Kirkjuráós og Alþingis aó beita
sér fyrir vióeigandi aógeróum í þessu efni.
Greinargeró:
Af ýmsum orsökum leitar fagfólk síóur til starfa í dreif-
býlinu, fjarri höfuóborginni. Meöal atrióa sem aukiö hafa
á aðstöóumun presta og ýmissa annarra fagmanna eru vaxandi
kröfur um sérhæfóa atvinnu fyrir maka og aukin áhersla á
faglegt samráó og samvinnu.
Mismunandi búsetuskilyröi eftir landshlutum er óþarfi aó
útskýra hér.
Annaó atriöi, sem vekur ugg um aó hallist á landsbyggðina
hvaö prestsþjónustu varóar er þjónustuþörfin á
Reykjavíkursvæóinu, bæöi í hinum stóru söfnuóum og hvaó
sérþjónustu varóar. Margt kirkjulegt starfsfólk veróur
því ráóió þar á komandi árum á vegum safnaóanna eöa hins
opinbera.
Því er Ijóst, aó aógeróa er þörf til þess aó bæta sam-
keppnisaóstöóu landsbyggóarinnar hvaó kirkjulega þjónustu
varóar.
Meóal atrióa, sem skoóa mætti til úrbóta eru:
a) Bæta vióhald prestssetra og finna nýja búsetukosti,
þar sem húsin eða staósetning þeirra hentar ekki.
b) Huga aó því hvort ekki mætti meó einhverjum hætti
veita prestum þá umbun, aó þjónusta í afskekktum
prestaköllum auóveldaói síóar leið til aógengilegri
embætta. Sbr. þaó fyrirkomulag, sem haft er varóandi
Noróur-Noreg.