Gerðir kirkjuþings - 1986, Page 93
85
1986
17. KIRKJUÞING
14. mál
T i 1 1 a g a
til þingsályktunar um gerö handbókar
fyrir presta þjóókirkju íslands.
Flm.: Ottó A. Michelsen
sr. Þórhallur Höskuldsson
Kirkjuþing 1986 ályktar aó fela biskupi og Kirkjuráöi aó
láta gera handbók fyrir presta þjóókirkju íslands.
Skal handbókin meóal annars lýsa glögglega öllum réttindum
og skyldum presta.
Greinargeró:
1 öllum stærri og vel reknum fyrirtækjum eru til slíkar
handbækur, þar sem kveóió er á um réttindi og skyldur
vinnuveitanda og starfsmanna.
Þjóókirkjan hefur engri slikri bók á aó skipa og oft er
torsótt fyrir þjóókirkjuna aó fá réttar og greinagóóar
upplýsingar um þessi efni.
Flutningsmenn gera sér þaó Ijóst, aó þetta er tímafrekt
verk og mun kosta nokkurt fé, en þeir benda á aó hægt er
aó hafa stuðning af öórum likum bókum, til að mynda frá
systurkirkjunum á Norðurlöndum.
Flutningsmenn gera ráó fyrir aó bókin verói lausblaóabók,
svo auóvelt verói aó halda henni ávallt réttri.
Æskilegt væri, aó frumgeró bókarinnar gæti legió fyrir
næsta Kirkjuþingi en lokagerð hennar yrói tilbúin árió
1988 .
Þessi "tillaga til þingsályktunar" var flutt á 15. Kirkju-
þingi, en var vísaó til fjárhagsnefndar, sem hefur senni-
lega misskilió tillöguna, og því vísaó henni frá, sjá bls.
67 í Geróir Kirkjuþings 1984.
Flutningsmenn sem báöir unnu aó skýrslu um "Starfskjör
presta" sem út kom í október 1986 sannfærðust um nauósyn
slikrar handbókar.
I þeirri skýrslu er nokkrum sinnum vísaó til þessarar
vöntunar.
Benda flutningsmenn sérstaklega á 3. kafla i téóri
skýrslu.