Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 108

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2010, Side 108
umsagnir um BÆkur Umsögn um bókina Fjölmenning og skólastarf í ritstjórn Hönnu Ragnarsdóttur og Elsu Sigríðar Jónsdóttur Hermína gunnþórsdóttir Háskólanum á akureyri 108 Tímarit um menntarannsóknir, 7. árgangur 2010 rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum gefur nú í samvinnu við Háskólaútgáfuna út sitt annað rit um fjölmenningu. Fyrra ritið, Fjölmenning á Íslandi, kom út árið 2007. nýju bókinni var fylgt eftir með málþingi föstudaginn 20. ágúst síðast liðinn, þar sem erindi voru flutt um stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi og skólum. sannarlega lofsvert og metnaðarfullt framtak. Fjölmenningarfræði sem fræðasvið á sér stutta sögu í íslenskum fræðaheimi, þó svo að hinir ýmsu þræðir þess hafi lengi verið til um - fjöllunar innan annarra fræðasviða, t.d. í félags - fræði, mannfræði og guðfræði. Fræðigreinin sprettur fram og mótast í samfélögum sem eiga sér mun lengri fjölmenningarlega sögu en ísland, sbr. Bretland og Bandaríkin þar sem fræðimenn leitast við að kryfja fjölmenningarleg nútíma - samfélög og leita svara við áleitnum spurningum er varða grundvöll fjölmenningarsamfélaga. Hér á íslandi hefur fræðigreinin að mestu mótast sam hliða námi, kennslu og rannsóknum við námsleiðina fjölmenningarfræði sem kennd er í framhaldsnámi við menntavísindasvið Hí og við rannsóknarstofur er tengjast fjölmenningar - fræðum. í kjölfarið hefur íslenskum rannsóknum og skrifum um fjölmenningu fjölgað verulega. skólastofnanir eru einu stofnanir nútímasam - félaga sem öllum er skylt að sækja hluta af ævinni. Þrátt fyrir alls kyns lagskiptingu samfé - laga og hverfi sem einkennast af ákveðnum kynþáttum umfram aðra eða uppruna fólks er skólinn sú stofnun sem endurspeglar best sam - setn ingu og menningu einstakra samfélaga. undantekningar eru auðvitað til, sbr. stéttskipta einkaskóla og trúarskóla. í bókinni Fjölmenning og skólastarf er fjallað um ýmsa þætti skólastarfs út frá sjónarhorni fjölmenningar og það hvernig samfélagsbreytingar sem einkennast af menn - ingarlegum og trúarlegum fjölbreytileika hafa kallað á breytingar á skólastarfi. Bókin skiptist í fjögur þemu: Skólaþróun; Kennarinn og kennarastarfið; Nemendur og Fjöl skyldur. skiptingin er þess eðlis að efni bókarinnar ætti að höfða til breiðs hóps innan mennta geirans; starfandi fræðimanna, skóla - stjóra, kennara og foreldra og ekki síst stefnu - mót enda. Bókarkápuna prýðir mynd eftir Þórdísi Þórðardóttur sem ein og sér er ávísun á til hlökk - un og eftirvæntingu. í eftirfarandi samantekt verður fjallað um hvert þema sem eina heild. Skólaþróun Fyrsti hluti bókarinnar hefst á kafla eftir Hönnu ragnarsdóttur og Börk Hansen sem ber heitið Fjölmenning og þróun skóla. í þessum kafla velta höfundar upp grundvallarspurningu sem varðar stjórnskipulag skóla, þ.e. hvort þörf er á því að breyta stjórnunarháttum skóla til þess að koma til móts við fjölmenningarlegt samfélag. kaflinn er afar gagnleg lesning fyrir stjórnendur menntastofnana því hér er fjallað um viðfangs - efni sem eru ofarlega á baugi í íslenskri umræðu um skólaþróun þó svo að þau hafi fram til þessa ekki beinlínis verið tengd við umræðu um fjöl - menningarlega menntun. Hér er vísað til fræði - manna sem telja að eitt meginverkefni skóla sem endurspegla fjölbreytta hópa nemenda, kennara og starfsfólks sé að byggja á jafnrétti í Tímarit um menntarannsóknir_Layout 1 1/17/11 5:18 PM Page 108
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.