Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 50
50
boðskapnum, þeirra sem ekki samþykkja róttækar hugmyndir ráðgjafanna
um bælingu, afneitun, og rof (e. dissociation), birtist slík minnisvinna sem
gróf tilraun til að búa til nýja fortíð handa fólki sem oft stóð höllum fæti í
lífinu. Ofangreind rök benda til þess að síðarnefndi hópurinn, efasemda-
mennirnir, hafi haft rétt fyrir sér. Niðurstaða mín er því sú að hér höfum
við raunverulegt dæmi þar sem tilgáta kennismiðanna er (sennilega) rétt,
dæmi um „minningar“ sem eru í reyndinni helber félagslegur tilbúningur.
Spurningin sem vaknar er því þessi: Er þetta það sem við eigum við þegar
við ræðum hversdagslega um minningar og upprifjun? Mér virðist að svo
sé augljóslega ekki. Dæmið er afbökun á því sem við eigum við þegar við
tölum hversdagslega um minningar og upprifjun.
Hvað er það sem vantar hér upp á svo ræða megi um eiginlegar minn-
ingar? Það sem vantar inn í dæmið um bældu minningarnar eru einmitt
þeir þættir sem kennismiðir á borð við Freeman vanrækja. Höfuðatriðið
snertir tengslin við raunveruleikann. Í tilgreindu dæmunum hafa þau verið
rofin. Oftrú ráðgjafanna á hæfileika hugans til að endurheimta veruleikann
eins og hann var, olli því að þeir vörðu oft afar litlum tíma eða orku í að
leita leiða til að staðfesta æskuáföll skjólstæðinga sinna. Í mörgum tilvik-
um lögðust þeir beinlínis gegn því að leitað væri slíkra staðfestinga. Það
væri hrein tímasóun. Vantrú kennismiðanna á mátt hugans til að endur-
heimta „veruleikann í sjálfum sér“ leiddi til þess að þeir vanmátu og jafnvel
afskrifuðu þær hversdagslegu aðferðir sem við notum til að skera úr um
hvort minningar okkar séu réttar, hvort þær lýsi því sem raunverulega
gerðist, staðreyndum máls.
Um leið og tengslin við raunveruleikann voru rofin reyndist auðvelt að
fjölfalda bældu minningarnar. Að þessu leyti eru þær líkari þriðja flokks
skáldskap en eiginlegum minningum. Hversdagslegar minningar einstak-
linga eru sérkennandi fyrir þá. Þær líkjast ekki minningum annarra nema
þeir hafi átt svipaða æsku og þær verða því ekki svo auðveldlega fjölfald-
aðar. Það þarf því ekki að koma á óvart að tugþúsundir einstaklinga hafi
sannfærst á grundvelli minnisvinnu um að þeir deildu svipaðri æsku. Hér
gildir að sögur hafi orðið til af sögum. Í bókinni Making Monsters benda
Richard Ofshe og Ethan Watters á að fjöldi staðfestra tilvika um klofna
persónuleika (e. multiple personality disorder) hafi verið um tvö hundruð
árið 1979. Þar er vísað til uppsafnaðs fjölda tilvika í gervallri læknasög-
unni. Þegar fárið í kringum bældu minningarnar stóð sem hæst leyfðu
menn sér að áætla að sjúkdómsgreiningin gæti átt við um tvær milljónir
RóbeRt H. HaRaLdsson