Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 93

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 93
93 mál, sem og sú áhersla sem þarna var lögð á þjóðerni, sjálfstæði og sjálfs- mynd (og jafnvel sjómennsku), varpar ljósi á virkni skáldsins sem menn- ingarlegs þjóðardýrlings. Endurholdgun Jónasar í menningarlegu minni þjóðarinnar virðist komin á það stig að hann „býr í öllum Íslendingum“. Í framhaldi af ræðu Árna vakti samflokkskona hans, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, athygli á að það væri „ekki leng- ur löggjafans eða Alþingis sem slíks að hlutast til um einstök verkefni, hvort sem það eru verkefni eða prófessorsstöður innan háskólastofnana. Háskólastofnanir hafa lögum samkvæmt frelsi til að móta sér stefnu varð- andi hvaða prófessorsembætti eru til staðar, hvað þau heita og á hvaða sviðum.“44 Sagði hún í verkahring Háskólans að taka afstöðu til málsins.45 Orð hennar vekja athygli á því að þótt Jónas sé óumdeildur þjóðardýr- lingur þá getur ræktun minningarinnar um hann verið snúið mál. Þar, eins og víðar á vettvangi menningarlegs minnis, má búast núningi og jafnvel átökum á milli ólíkra bakjarla. 44 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, viðbrögð við þingsályktun, umræða um prófess- orsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson, Alþingi.clara.is 20. febrúar 2008, vefslóð: http://althingi.sudabot.com/viewtopic.php?f=8&t=2872, skoðað 28. október 2012. Guðni Elísson ræðir um stíleinkenni þessa texta í greininni „Málfarsréttindi og undanhaldsstíll“, Rekferðir. Íslensk menning í upphafi nýrrar aldar, Reykjavík: Há- skólaútgáfan og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2011, bls. 183. 45 Ármann Jakobsson ræddi þessa hlið málsins í vefpistli haustið 2011. Þá hafði, að frumkvæði Alþingis, verið stofnað prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar við Heim- speki- og sagnfræðideild Háskóla Íslands í Reykjavík en með vissar starfsskyldur á Vestfjörðum. Sagði Ármann meðal annars: „Þar sem stjórnmálamönnum sem vilja stofna ný embætti við Háskóla Íslands er flest ofar í huga en að kanna það hjá þeim sem þekkja til hvar þörfin sé mest mætti jafnvel spyrja sig hvort markmiðið sé fremur að auka hróður þeirra sjálfra frekar en Háskólans. Eins má velta fyrir sér samhenginu í því að þó að Alþingi hafi áður lýst yfir mikilli ánægju með rannsókn- arskýrslur þar sem hvatt var til faglegra vinnubragða þykir sama Alþingi sjálfsagt að hlutast ítrekað til um hvað skuli kennt við Háskóla Íslands og hvert starfsheiti kennarans sé. Jafnvel þykir tilhlýðilegt að skipa kennaranum að halda sig á ákveðnu landsvæði ef svo ber undir.“ Velti Ármann því síðan fyrir sér hvort búast mætti við tillögum frá þingmönnum á næstu árum um prófessorsstöður Guðbrands Þorláks- sonar, Christians Rask, Hallgríms Péturssonar, „Guðmundar góða, Æra-Tobba, Bólu-Hjálmars og jafnvel Ása í Bæ“. Ármann Jakobsson, „Hið mikilvæga hlutverk Háskóla Íslands að hjálpa alþingismönnum að upphefja sjálfa sig“, Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs 17. nóvember, vefslóð: http://www.hugras.is/2011/11/hid-mikil vaega-hlutverk-haskola-islands-ad-hjalpa-althingismonnum-ad-upphefja-sjalfa- sig/, skoðað 2. janúar 2013. STÓRI ÓDAUðLEIKINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.