Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 93
93
mál, sem og sú áhersla sem þarna var lögð á þjóðerni, sjálfstæði og sjálfs-
mynd (og jafnvel sjómennsku), varpar ljósi á virkni skáldsins sem menn-
ingarlegs þjóðardýrlings. Endurholdgun Jónasar í menningarlegu minni
þjóðarinnar virðist komin á það stig að hann „býr í öllum Íslendingum“.
Í framhaldi af ræðu Árna vakti samflokkskona hans, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, athygli á að það væri „ekki leng-
ur löggjafans eða Alþingis sem slíks að hlutast til um einstök verkefni,
hvort sem það eru verkefni eða prófessorsstöður innan háskólastofnana.
Háskólastofnanir hafa lögum samkvæmt frelsi til að móta sér stefnu varð-
andi hvaða prófessorsembætti eru til staðar, hvað þau heita og á hvaða
sviðum.“44 Sagði hún í verkahring Háskólans að taka afstöðu til málsins.45
Orð hennar vekja athygli á því að þótt Jónas sé óumdeildur þjóðardýr-
lingur þá getur ræktun minningarinnar um hann verið snúið mál. Þar, eins
og víðar á vettvangi menningarlegs minnis, má búast núningi og jafnvel
átökum á milli ólíkra bakjarla.
44 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, viðbrögð við þingsályktun, umræða um prófess-
orsembætti kennt við Jónas Hallgrímsson, Alþingi.clara.is 20. febrúar 2008, vefslóð:
http://althingi.sudabot.com/viewtopic.php?f=8&t=2872, skoðað 28. október 2012.
Guðni Elísson ræðir um stíleinkenni þessa texta í greininni „Málfarsréttindi og
undanhaldsstíll“, Rekferðir. Íslensk menning í upphafi nýrrar aldar, Reykjavík: Há-
skólaútgáfan og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2011,
bls. 183.
45 Ármann Jakobsson ræddi þessa hlið málsins í vefpistli haustið 2011. Þá hafði, að
frumkvæði Alþingis, verið stofnað prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar við Heim-
speki- og sagnfræðideild Háskóla Íslands í Reykjavík en með vissar starfsskyldur
á Vestfjörðum. Sagði Ármann meðal annars: „Þar sem stjórnmálamönnum sem
vilja stofna ný embætti við Háskóla Íslands er flest ofar í huga en að kanna það hjá
þeim sem þekkja til hvar þörfin sé mest mætti jafnvel spyrja sig hvort markmiðið
sé fremur að auka hróður þeirra sjálfra frekar en Háskólans. Eins má velta fyrir sér
samhenginu í því að þó að Alþingi hafi áður lýst yfir mikilli ánægju með rannsókn-
arskýrslur þar sem hvatt var til faglegra vinnubragða þykir sama Alþingi sjálfsagt
að hlutast ítrekað til um hvað skuli kennt við Háskóla Íslands og hvert starfsheiti
kennarans sé. Jafnvel þykir tilhlýðilegt að skipa kennaranum að halda sig á ákveðnu
landsvæði ef svo ber undir.“ Velti Ármann því síðan fyrir sér hvort búast mætti við
tillögum frá þingmönnum á næstu árum um prófessorsstöður Guðbrands Þorláks-
sonar, Christians Rask, Hallgríms Péturssonar, „Guðmundar góða, Æra-Tobba,
Bólu-Hjálmars og jafnvel Ása í Bæ“. Ármann Jakobsson, „Hið mikilvæga hlutverk
Háskóla Íslands að hjálpa alþingismönnum að upphefja sjálfa sig“, Hugrás, vefrit
Hugvísindasviðs 17. nóvember, vefslóð: http://www.hugras.is/2011/11/hid-mikil
vaega-hlutverk-haskola-islands-ad-hjalpa-althingismonnum-ad-upphefja-sjalfa-
sig/, skoðað 2. janúar 2013.
STÓRI ÓDAUðLEIKINN