Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 122
122
séu vandamál fortíðar en ekki hluti af nútíðinni eins og sjá má til dæmis í
Bandaríkjunum.91 Slíkum staðhæfingum er trúlega auðvelt að halda á lofti
þegar maður er skilgreindur sem hvítur og hefur sjálfur aldrei þurft að
hugsa um sjálfan sig út frá flokkun eftir litarhætti eða fundið fyrir slíkum
fordómum.
Það má einnig staðsetja umræðuna um Negrastrákana innan víðtækari
umræðu í Evrópu um fjölmenningu og ,kreppu‘ fjölmenningarlegs samfé-
lags. Eins og hér hefur verið fjallað um byggir hugmyndin um fjölmenn-
ingu að stórum hluta á því að einstaklingar eru smættaðir niður í afsprengi
menningar og vandamál fjölmenningarlegs samfélags einfölduð þannig að
þau snúi fyrst og fremst að umburðarlyndi gagnvart þeim sem eru öðru-
vísi og/eða vandamálum þeirra við að aðlagast menningu meirihlutans.92
Umfjöllun um ,kreppu‘ fjölmenningar byggir einnig á sögulegu minni
þar sem tengsl Evrópu við umheiminn eru þurrkuð út. Umfjöllunin lítur
framhjá sögulegum tengslum Evrópu við umheiminn og byggir þannig
á ákveðinni afneitun á nýlendukapphlaupi Evrópu og sögu ofbeldis og
grófra fordóma. Við verðum að velta fyrir okkur virkum tengslum slíkrar
gleymsku við það hvernig Ísland tengdist nýlenduverkefninu í samhengi
við samtímaumræðu um fjölmenningu og hvernig þessar orðræður skapa
í sameiningu ákveðna sýn á íslenskt þjóðfélag og þjóðareðli. Hugtakið
fjölmenning verður þannig leið til að þurrka út virk tengsl Íslands við
umheiminn, svo sem komu franskra sjómanna suðaustanlands, austurrísku
tónlistarmannanna á millistríðsárunum og ferðir Íslendinga fram og til
baka víðs vegar um Evrópu, Bandaríkin og aðra heimshluta.
Umræðan um endurútgáfu Negrastrákanna á sér þannig bæði stað-
bundnar og alþjóðlegar víddir. Hún er alþjóðleg því hún endurspeglar stef
sem við sjáum annars staðar frá en hún er einnig staðbundin því hún á sér
stað í ákveðnu félagslegu og menningarlegu rými sem mótar þá orðræðu.
Umræðan endurspeglar hvernig fortíðin er túlkuð á ólíkan hátt eins og
Andrea Smith hefur bent á og hvernig átök um túlkun fortíðar fela í sér
virka nánd fortíðarinnar í samtímanum.93 Íslenskt umhverfi bókarinnar
91 Robert Blauner, „Talking Past Each Other: Black and White Languages of Race“,
The American Prospect 10/1992, bls. 55–64.
92 Anne-Marie Fortier, „Too Close for Comfort: Loving thy Neighbour and the
Management of Multicultural Intimacies“, Enviroment and Planning D: Society and
Space 1/2007, bls. 104–119, hér bls. 114.
93 Andrea Smith, „Heteroglossia, ,Common sense‘ and Social Memory“, bls. 251–
269.
KRistÍn LoFtsdóttiR