Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 153
153
verið kennslubók í skóla fyrir prestsefni. Ekki er vitað hvar til voru eintök
af ritinu en ekki er fráleitt að ætla að biskupsstólar eða klaustur hafi átt
eintak. Helstu heimildir Veraldarsögu eru ýmist þær sömu eða sams konar
og Aldartölunnar, einkum heimskróníkur Isidorusar frá Sevilla (d. 636) og
Beda prests frá Norðimbralandi (d. 735), þótt reikna megi með nokkr-
um milliliðum þar á milli.27 Slíka milliliði er hins vegar torvelt að finna,
þótt stundum hafi verið talið að seinasti kaflinn væri úr þýskum annál.28
Einnig eru í Veraldarsögu upplýsingar sem ekki var almennt að finna í lat-
neskum heimsannálum, einkum tengdar orrustunni um Tróju. Hefur sá
sem ritaði söguna greinilega haft sérstakan áhuga á sögu Trójumanna en í
Veraldarsögu er hún rakin áfram í gegnum Eneas til Rómar og verður hluti
af stuttu yfirliti um Rómarsögu fram til daga Ágústusar.29 Svipað efnisval
einkennir Veraldarsögu og Aldartöluna. Sagan er í meginatriðum rakin eftir
Gamla testamentinu en bætt við innskotum um Trójumenn, Alexander
mikla og Rómverja.
Líkt og í evrópskri sagnaritun á fyrri hluta miðalda eru tengslin við Róm
tíunduð og Rómarkeisarar taldir fram á 8. öld, „síðan er Pipinus tók kon-
ungdóm yfir Rúmverjum at vilja Stephani páfa þá hurfu Rúmverjar undan
Miklagarðs konungum“.30 Eftir það eru Þýskalandskeisarar taldir upp.
„Konráðr var kei[sari] er Gissur Hallsson var suðr, en nú er Friðrekr.“31
Ritið er því samið á dögum Friðriks rauðskeggs Þýskalandskeisara (1152–
1190), líkast til skömmu eftir að Gissur Hallsson sneri heim frá útlöndum
árið 1152.
Efnisval Veraldarsögu á frásagnarverðum atburðum úr fornöldinni
kemur heim og saman við áhugasvið lærðra manna í yngri ritum. Þau rit
sem varðveist hafa um fornöldina, eru samsteypuritið Stjórn, Trójumanna
27 Um latneskar veraldarsögur miðalda almennt, sjá Svanhildur Óskarsdóttir, „Um
aldir alda. Veraldarsögur miðalda og íslenskar aldartölur“, Ritið 3/2005, bls. 111–
133, hér bls. 114–118.
28 Sjá Jakob Benediktsson, „Indledning“, Veraldar saga, Samfund til udgivelse af
gammel nordisk litteratur, 61, útg. Jakob Benediktsson, Kaupmannahöfn: Sam-
fund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 1944, bls. v–lxii, hér bls. xlv–liii.
Sbr. þó Svanhildur Óskarsdóttir, „Um aldir alda“, bls. 125, en hún telur „allt eins
hugsanlegt að sú efnissamsetning sem sjá má í Veraldar sögu sé verk þess sem ritaði
á íslensku“.
29 Sjá Veraldar saga, bls. 44–50.
30 Sama rit, bls. 70.
31 Sama rit, bls. 72.
Hin HeiLaGa FoRtÍÐ