Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 153

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 153
153 verið kennslubók í skóla fyrir prestsefni. Ekki er vitað hvar til voru eintök af ritinu en ekki er fráleitt að ætla að biskupsstólar eða klaustur hafi átt eintak. Helstu heimildir Veraldarsögu eru ýmist þær sömu eða sams konar og Aldartölunnar, einkum heimskróníkur Isidorusar frá Sevilla (d. 636) og Beda prests frá Norðimbralandi (d. 735), þótt reikna megi með nokkr- um milliliðum þar á milli.27 Slíka milliliði er hins vegar torvelt að finna, þótt stundum hafi verið talið að seinasti kaflinn væri úr þýskum annál.28 Einnig eru í Veraldarsögu upplýsingar sem ekki var almennt að finna í lat- neskum heimsannálum, einkum tengdar orrustunni um Tróju. Hefur sá sem ritaði söguna greinilega haft sérstakan áhuga á sögu Trójumanna en í Veraldarsögu er hún rakin áfram í gegnum Eneas til Rómar og verður hluti af stuttu yfirliti um Rómarsögu fram til daga Ágústusar.29 Svipað efnisval einkennir Veraldarsögu og Aldartöluna. Sagan er í meginatriðum rakin eftir Gamla testamentinu en bætt við innskotum um Trójumenn, Alexander mikla og Rómverja. Líkt og í evrópskri sagnaritun á fyrri hluta miðalda eru tengslin við Róm tíunduð og Rómarkeisarar taldir fram á 8. öld, „síðan er Pipinus tók kon- ungdóm yfir Rúmverjum at vilja Stephani páfa þá hurfu Rúmverjar undan Miklagarðs konungum“.30 Eftir það eru Þýskalandskeisarar taldir upp. „Konráðr var kei[sari] er Gissur Hallsson var suðr, en nú er Friðrekr.“31 Ritið er því samið á dögum Friðriks rauðskeggs Þýskalandskeisara (1152– 1190), líkast til skömmu eftir að Gissur Hallsson sneri heim frá útlöndum árið 1152. Efnisval Veraldarsögu á frásagnarverðum atburðum úr fornöldinni kemur heim og saman við áhugasvið lærðra manna í yngri ritum. Þau rit sem varðveist hafa um fornöldina, eru samsteypuritið Stjórn, Trójumanna 27 Um latneskar veraldarsögur miðalda almennt, sjá Svanhildur Óskarsdóttir, „Um aldir alda. Veraldarsögur miðalda og íslenskar aldartölur“, Ritið 3/2005, bls. 111– 133, hér bls. 114–118. 28 Sjá Jakob Benediktsson, „Indledning“, Veraldar saga, Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 61, útg. Jakob Benediktsson, Kaupmannahöfn: Sam- fund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 1944, bls. v–lxii, hér bls. xlv–liii. Sbr. þó Svanhildur Óskarsdóttir, „Um aldir alda“, bls. 125, en hún telur „allt eins hugsanlegt að sú efnissamsetning sem sjá má í Veraldar sögu sé verk þess sem ritaði á íslensku“. 29 Sjá Veraldar saga, bls. 44–50. 30 Sama rit, bls. 70. 31 Sama rit, bls. 72. Hin HeiLaGa FoRtÍÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.