Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 7
7
um á frásögnum þeirra af einu tungumáli á annað og rekur ferðalag text-
anna frá Suður-Evrópu norður til Íslands. Framsetning raunveruleikans
er einnig viðfangsefni Ármanns Jakobssonar sem fjallar um íslensku gam-
anþáttaröðina Sigtið með Frímanni Gunnarssyni þar sem tekin voru fyrir
ýmis viðfangsefni úr íslensku samfélagi. Í greininni sem ber heitið „Allur
raunveruleiki er framleiddur“ mætast gaman og alvara; þar kemur fram að
þáttaröðin, sem var í stíl sviðsettrar heimildarmyndar, var bæði ádeila á
heimildarmyndarformið og á íslenskt neyslusamfélag ársins 2006 þar sem
leit að fullkomnun er drifkraftur og fjölmiðlamenn og listamenn selja sig
samkvæmt ráðandi kapítalískum viðmiðum.
Í Ritinu birtist nú aftur, eftir nokkurt hlé, grein um bók og er hún
óritrýnd. Stefán Snævarr fjallar um greinasafn bresk-austurríska heim-
spekingsins Karls Popper, Ský og klukkur, sem kom út í íslenskri þýðingu
Gunnars Ragnarssonar árið 2009. Stefán kynnir höfundinn, meginhug-
myndir hans um vísindalega aðferðafræði og helstu gagnrýni sem þær
sæta, þar með talið sína eigin.
Þýðingar eru á sínum stað í heftinu. Við birtum stutta grein frá árinu
2010 eftir franska heimspekinginn Étienne Balibar sem ber heitið „Evrópa:
Síðasta kreppan?“ og var skrifuð stuttu eftir að gríska ríkisstjórnin neydd-
ist til að samþykkja harkalega niðurskurðaráætlun vorið 2010. Þar veltir
höfundur fyrir sér framtíð Evrópusambandsins í kjölfar efnahagskreppu
og gagnrýnir pólitík sem snýst fyrst og fremst um það að bjarga bönk-
um og evrópska gjaldmiðlinum. Er þetta tækifæri til að endurskoða og
endurmóta Evrópusambandið og efnahagsstefnu þess? spyr höfundur, eða
er þetta upphafið að endalokum þess? Balibar telur að svo sé nema byrj-
að verði á nýjum grunni sem byggi á endurskoðun jafnréttis og lýðræðis
innan Evrópu. Til þess þurfi hins vegar „friðsama uppreisn fjöldans“, póli-
tískari almenning og menntafólk.
Heimildarmyndir, leyndarmál og veikar sjálfsmyndir eru viðfangsefni
Nathalie Tresch um franska skáldsagnahöfundinn Emmanuel Carrère og
sjálfsævisögulegt verk hans, Un roman russe, sem kom út árið 2007. Í verk-
inu afhjúpar Carrère vel geymt fjölskylduleyndarmál og lýsir áhrifum þess
á líf sitt og skáldverk. Tresch fjallar um leyndarmálið sem drifkraft í list-
köpun og áhrif þess á sjálfsmynd höfundarins.
Ásdís R. Magnúsdóttir
Þröstur Helgason
EVRÓPA: ÍMyND, HUGMyND, SJÁLFSMyND