Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Page 13
13
er líka til marks um meting Evrópu við aðra heimshluta, fyrst og fremst
Asíu. Þannig verður sjálfsmynd til; með samanburði við eitthvað annað og
í tilviki Evrópu var það álfan handan við Eyjahafið.
Þrískipting heimsins
Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á
6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.16 Á dögum
Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu,
Asíu og Líbýu.17 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískipting-
in varð ríkjandi til að lýsa álfuskiptingu heimsins í ljósi þess að stund-
um var rætt um tvær eða fjórar álfur (samanber dæmið af Androni frá
Halikarnassos). Sjálfum þótti föður sagnfræðinnar skiptingin þó órökrétt
þar sem lönd þessara hluta væru í rauninni ein heild og óljóst hvernig
flokka ætti Egyptaland. Eigi að síður lýsir hann skiptingu sem virtist hafa
unnið sér nokkurn hefðarrétt þó að því færi fjarri að allir höfundar landa-
lýsinga væru á einu máli.
Samkvæmt Heródótosi mynduðu Evrópa og Asía andstæður með svip-
uðum hætti og Grikkir og Persar. Skýring hans á táknsögunni um brott-
nám Evrópu setur þessa tvíhyggju í langt sögulegt samhengi þar sem rak-
inn er óslitinn þráður frá dögum Tróju stríðsins og fram til hans eigin daga.
Akkear Trójustríðsins verða þá að Grikkjum 5. aldar og Persar að arftökum
Trójumanna.
Þessar andstæður taka þó ekki mið af þeim heimi Grikkja sem hafði
mótast á 6. og 7. öld f.Kr. Lönd Grikkja voru einnig í Asíu og sjálfur
var Heródótos upprunninn þaðan, frá borginni Halikarnassos í Jóníu.
Hugmyndin um að Persar telji sig eina eiga að ráða Asíu mótast af stríðum
Aþeninga við Persakóngana Dareios og Xerxes á árunum 500–479 f.Kr.
þar sem Aþeningar og bandamenn vörðust persneskri heimsvaldastefnu
og gerðust þá jafnframt merkisberar sérstöðu Grikkja gagnvart Persum.18
Jafnframt verða til hugmyndir um „asíska eiginleika“ Persaveldis, meðal
annars ríkidæmi og viðhöfn en einnig einræði og kúgun, í andstöðu við það
sem einkenndi hin ólíku samfélög Grikkja, svo sem meinlæti Spartverja og
lýðræðis- og jafnaðarhefð Aþeninga.
Andstæðurnar Evrópa og Asía verða til í þessu tiltekna samhengi og
16 Sjá Peter H. Gommers, Europe. What’s in a Name?, bls. 60–61.
17 Herodoti Historiae, ii. 16.
18 Sjá Herodoti Historiae, i. 4.
HUGMyNDiN UM EVRÓPU FyRiR 1800