Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Qupperneq 17
17
Hér var á ferð mikilvæg breyting á hugtakanotkun þar sem orðið
Evrópa var notað sem samheiti við lönd kristinna manna. Húmanistinn
Aeneas Sylvius Piccolomini, sem varð páfi árið 1458 undir nafninu Píus
ii., er að mörgu leyti dæmigerður fulltrúi hinnar nýju orðræðu. Hann tal-
aði iðulega um Evrópu og Evrópumenn í ritum sínum jafnframt því sem
hann predikaði samstöðu kristinna þjóða gegn Tyrkjum.32 Í hans ritum
merkir hugtakið hins vegar ekkert annað en kristna menn. Að sumu leyti
var hér á ferð tilhneiging húmanista til að skipta út miðaldaorðum fyrir
klassísk fornaldarorð, án verulegrar merkingarbeytingar. Orðið „Europa“
hentaði mun betur í hexameters-ljóðlínu í nýklassískum kveðskap þeirra
heldur en orðið „Christianitas“.33 Um sjálfstæða evrópska sjálfsmynd var
því ekki að ræða heldur viðleitni til að skilgreina hinn kristna heim á nýjan
hátt, undir áhrifum fornmenntastefnu.
Jafnframt hafði þessi breytta orðræða nýja pólitíska skírskotun.
Markmið trúarstríðsins var nú ekki lengur hin helgu lönd Nýja testa-
mentisins í Palestínu. Þvert á móti hafði fall Konstantínópel í för með
sér að kristnir menn þurftu að einblína á varnir eigin landa og endur-
heimt hins gríska menningarheims. Sú tilvísun í hinn klassíska fornaldar-
arf sem notkun hugtaksins Evrópa hafði í för með sér endurspeglaði hið
pólitíska meginmarkið, að vinna lönd Grikkja af múslímum. Jafnframt
var hugtakið sameinandi, með því að vísa til álfunnar sem kristnir menn
áttu saman burtséð frá mismunandi siðvenjum og afstöðu til stöðu páfans
innan kristni, en hvort tveggja hafði sundrað kristnum mönnum undan-
farna áratugi og jafnvel um aldir.34
Það var því tvenns konar þróun sem gerði það að verkum að Evrópa
varð á ný, tæplega 1900 árum eftir lát Heródótosar, handhægt hugtak
til að merkja tiltekinn hóp fólks og jafnframt nothæft pólitískt slagorð.
Annars vegar var það færsla landfræðilegs miðpunkts hins kristna heims
norður og vestur á bóginn, með þeim afleiðingum að miðja kristindómsins
og miðja Evrópu fóru í æ ríkara mæli saman. Á hinn bóginn var það breytt
hugtakanotkun samfara vaxandi áhrifum fornmenntastefnunnar sem gerði
32 Sjá nánar Werner Fritzemeyer, Christenheit und Europa. Zur Geschichte des europä
ischen Gemeinschaftsgefühls von Dante bis Leibniz, München og Berlín: Verlag von
R. Oldenbourg, 1931, bls. 18–29.
33 Denys Hay, Europe. The Emergence of an Idea, bls. 87.
34 Sjá Stephen Christensen, „Europa som slagord“, Europas opdagelse. Historien om en
idé, ritstj. Hans Boll-Johansen og Michael Harbsmeier, Kaupmannahöfn: Christian
Ejlers’ Forlag, 1988, bls. 61–81, hér bls. 67–73.
HUGMyNDiN UM EVRÓPU FyRiR 1800