Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 18
18
hið klassíska hugtak Evrópu aðlaðandi sem samheiti við hinn kristna heim.
Á 15. öld var Evrópa hins vegar ekki skilgreind sem sjálfstæð eining, eða
aðskilin frá hinum kristna heimi. Það rof varð ekki fyrr en með breyttum
pólitískum forsendum á 16. og 17. öld.
Nýjar heimsálfur og trúarklofningur
Uppgötvun Ameríku var ekki einstakur atburður heldur langt ferli sem
hófst með komu sæfarans frá Genúa, Kristófers Kólumbusar, til Vestur-
indía árið 1492. Smátt og smátt varð sú skoðun ríkjandi að fundist hefði
nýtt meginland; ný heimsálfa til viðbótar við þær þrjár sem áður voru
kunnar. Þrískipting Heródótosar var úr sögunni sem landfræðilegt viðmið.
En hvaða áhrif hafði þessi nýja heimsmynd á sjálfsmynd Evrópumanna?
Ýtti fundur nýrrar heimsálfu undir umræðu um heimsálfur almennt og
muninn á þeim?
Heimsmynd 16. aldar var vissulega ólík þeirri sem hafði verið ríkjandi á
miðöldum. Í fyrsta lagi voru heimsálfurnar ekki lengur þrjár; Ameríka var
komin til sögunnar sem sú fjórða.35 Fram á 19. öld var hugmyndin um að
heimsálfurnar væru fjórar ríkjandi. Jafnframt þurfti að endurskoða fornar
hugmyndir um landamæri Evrópu og Asíu eftir því sem ljósara varð að álf-
urnar væru í raun samfelldur landmassi. Það var ekki fyrr en á 18. öld að
staðnæmst var við úralfjöllin en þá voru margir landfræðingar farnir að
afneita hugmyndinni um Evrópu og Asíu sem sérstök meginlönd.36
Sem pólitískur merkimiði fékk hugmyndin um Evrópu þó aukið vægi,
meðal annars í kjölfar þess að kristnir menn stofnuðu til nýlendna í Nýja
heiminum og hófu kristnun íbúanna þar. Sú þróun leiddi til þess að ekki
var lengur samfella á milli hins kristna heims og Evrópu. Samtímis hóf-
ust trúarátök í Evrópu vegna siðaskiptanna og eftir allmargar styrjaldir á
trúarlegum grundvelli var auðsætt að kristindómurinn var ekki lengur það
sameiningarafl sem batt þjóðir álfunnar saman. Þess í stað gerðu mátt-
35 Ekki er nákvæmlega vitað hvenær heimsálfan nýfundna hlaut nafnið Ameríka
en elsta kunna dæmið um notkun þess er á korti sem Martin Waldseemüller og
Matthias Ringmann gáfu út árið 1507 og bar nafnið Universalis Cosmographia. Sjá
nánar W.G.L. Randles, „Classical Models of World Geography and Their Trans-
formation Following the Discovery of America“, The Classical Tradition and the
America, ritstj. Wolfgang Haase og Meyer Reinhold, Berlín: Walter de Gruyter &
Co., 1993, bls. 5–76, hér bls. 49–53.
36 Martin W. Lewis og Kären E. Wigen, The Myth of Continents: a Critique of Metageo
graphy, Berkeley: University of California Press, 1997, bls. 25–31.
SVERRiR JAKOBSSON