Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Síða 19
19
ugir konungar, til dæmis Karl fimmti, keisari Hins heilaga rómverska ríkis
1519–1555, tilkall til þess að vera herrar Evrópu (lat. totius europae dom
inus).37
Afleiðingarnar af þessu tvennu höfðu áhrif á sjálfsmynd kristinna
manna en breyttu henni ekki í einu vetfangi. Landfræðingurinn Abraham
Ortelius (1527–1598) skilgreinir til dæmis „Christiani“ og „Evropæi“ sem
samheiti í landafræðiorðabók sinni og telur sem eitt og sama fyrirbærið.38
Sú skoðun hélt áfram að vera ríkjandi á 16. öld og langt fram á 17. öld.39
Húmanistinn Desiderius Erasmus frá Rotterdam (1466–1536) boðaði til
dæmis einingu allra kristinna manna en ekki Evrópumanna, en í bréfum
hans kemur hins vegar fram að fyrir honum var þetta eitt og sama fyrir-
bærið.40
Í upphafi 17. aldar má finna texta þar sem farið er að hampa Evrópu og
gera mikið úr kostum hennar og íbúa hennar umfram aðrar heimsálfur og
íbúa þeirra. Englendingurinn Samuel Purchas (1575–1626) sem ritaði um
þjóðir heimsins árið 1613 fjallar þar í sérstökum kafla um Evrópu og kosti
hennar umfram aðrar heimsálfur.41 Hann kemst að þeirri niðurstöðu að
Evrópa sé besta heimsálfan vegna landgæða sinna og vegna þess að aðrar
heimsálfur séu henni undirgefnar. Alexander mikli hafi lagt undir sig Asíu,
Rómverjar bæði Asíu og Afríku og nú hafi Spánverjar og Portúgalar lagt
undir sig Ameríku. Evrópa stjórni einnig í gegnum verslun þar sem hún fái
krydd, silki og eðalsteina frá Asíu; gull og fílabein frá Afríku; en Ameríka
taki við óreiðufólki, skattheimtumönnum og þar séu evrópskar nýlendur alls
staðar.42 Þá fjallar hann um yfirburði Evrópumanna á sviði tækni, uppfinn-
inga og vísinda. Einkum séu þó yfirburðir Evrópumanna tilkomnir vegna
37 Sjá Anthony Pagden, „Europe: Conceptualizing a Continent“, The Idea of Europe
from Antiquity to the European Union, ritstj. Anthony Pagden, Washington: Woo-
drow Wilson Center Press og Cambridge: Cambridge University Press, 2002, bls.
33–54, hér bls. 45.
38 „Evropæi populi sunt qui Europam icolunt. Christianos vocant semet ipsos“,
Abraham Ortelius, Thesaurus geographicus, Antwerpen: Plantin, 1587, bls. 244.
39 Denys Hay, Europe. The Emergence of an Idea, bls. 96–116.
40 Sjá Pim den Boer, „Europe to 1914: The Making of an idea“, bls. 37.
41 Sjá Samuel Purchas, Haklyutus Posthumus or Purchas His Pilgrimes, Contayning a
History of the World in Sea Voyages and Lande Travells by Englishmen and Others, 20
bindi, Glasgow: James Mac Lehose and Son, 1905, i, bls. 248–252.
42 „Asia yeerly sends us her Spices, Silkes, Gemmes; Africa her Gold and ivory; Am-
erica receiveth severer Customers and Tax-Masters, almost every where admitting
Europæan Colonies.“ Purchas, Haklyutus Posthumus, i, bls. 249.
HUGMyNDiN UM EVRÓPU FyRiR 1800