Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2011, Side 20
20
trúarinnar, það séu hin guðlegu sannindi sem vísi Evrópu leiðina til himna
en ekki grundvallarreglur í stærðfræði.43
Það var ekki einungis í Englandi að hlutskipti Evrópu var til umræðu
á fyrri hluta 17. aldar. Leikrit í fimm þáttum eftir Jean Desmarets de
Saint-Sorlin (1595–1676) var fært á svið í París 18. nóvember 1642, en
það nefndist Europe. Leikritið var pólitísk allegoría um örlög álfunnar og
undir skýrum áhrifum frá stefnu Richelieu kardínála, æðsta ráðamanns
Frakklands á þessum tíma. Prinsessan Evrópa sækist eftir friði en hinn
hrokafulli og svikuli ibère (Spánn) hindrar áformin. Hún leitar þá til hins
göfuga og sómakæra Francions (Frakklands) um að vera stoð hennar og
stytta.44 Hann nær ekki einungis að verja hana fyrir ásælni ibères held-
ur einnig þrjár aðrar hefðarkonur, Ausone, Austrasie og Germanique.
Forsendur Francions eru að öllu leyti óeigingjarnar og göfugar; það er
ibère sem hefur gengið of langt í græðgi sinni.45 Þessi táknræna túlkun
á pólitísku jafnvægi í Evrópu og mikilvægi Frakka við að viðhalda því var
svar við áhrifum Habsborgara á Spáni og í Hinu heilaga rómverska keis-
aradæmi sem gerðu tilkall til pólitískrar forystu í álfunni. Habsborgarar
áttu einnig sína áróðursmeistara. Í kortum frá þessum tíma var Evrópa
iðulega sýnd í kvenmynd þar sem höfuðið var á Spáni en hjartað í Prag,
höfuðborg Hins heilaga rómverska keisaradæmis.46 Á átjándu öld var farið
að rita Evrópusögu sem hnitaðist um valdajafnvægi á álfunni, nánar tiltekið
það jafnvægi sem hafði skapast við friðargerðina í Utrecht 1713.47 Evrópa
43 „Europe is taught the way to scale Heaven, not by Mathematicall principles, but by
Divine Veritie. ... God himselfe is our portion, and the lot of Europes inheritance
...“, Purchas, Haklyutus Posthumus, i, bls. 251.
44 Jean Desmarets, sieur de Saint-Sorlin, Europe, comédiehéroïque, París: H. LeGras,
1643. Sjá nánar Edward W. Najam, „‘Europe’: Richelieu’s Blueprint for Unity and
Peace“, Studies in Philology 53:1, 1956, bls. 25–34.
45 „ibere est bien constant? il void la Nymphe Affrique, // il court la belle indie, il
possede Amerique; // Puis il veut vous avoir; rien ne peut l’assouvir. // Pour moy
je ne pretends que l’heur de vous servir. // Je croy que si les Dieux vous eussent
destinée // Pour estre a quelque Roy jointe par l’hymenée.“ Desmarets, sieur de
Saint–Sorlin, Europe, comédiehéroïque, i, 4.
46 J.G.A. Pocock, „Some Europes in Their History“, The Idea of Europe from Antiquity
to the European Union, ritstj. Anthony Pagden, Washington: Woodrow Wilson
Center Press og Cambridge: Cambridge University Press, 2002, 55–71, hér bls.
57–58. Sjá einnig Pim den Boer, „Europe to 1914: The Making of an idea“, bls.
52–53.
47 Í Utrecht var alþjóðasamfélag evrópskra ríkja þó ennþá nefnt Respublica Christiana,
sjá Perry Anderson, The New Old World, London-New york: Verso, 2009, bls.
476.
SVERRiR JAKOBSSON